

Sjúkraþjálfari/íþróttafræðingur í endurhæfingarteymi
Endurhæfingarteymi Vesturmiðstöðvar auglýsir eftir sjúkraþjálfara/íþróttafræðing í þverfaglegt teymi sem veitir endurhæfingu í heimahúsi. Um er að ræða ótímabundið starf í 100% dagvinnu.
Reykjavíkurborg veitir samþætta heimaþjónustu sem samanstendur af félagslegum heimastuðningi og heimahjúkrun og endurhæfingu í heimahúsi. Hugmyndafræði endurhæfingar í heimahúsi byggist á þverfaglegri endurhæfingu inn á heimili íbúans þar sem áhersla er lögð á hjálp til sjálfshjálpar.
Endurhæfingarteymið samanstendur af iðjuþjálfa, hjúkrunarfræðingi, sjúkraþjálfara/íþróttafræðingi, sjúkraliðum og félagsliða. Teymið veitir persónumiðaða þjónustu þar sem endurhæfingaráætlun byggist á þörfum íbúans og hefur það markmið að styðja og styrkja færni, auka bjargráð og virkja samfélagsþátttöku.
- Sjúkraþjálfari/íþróttafræðingur ber ábyrgð á því að veita persónumiðaða aðstoð við athafnir daglegs lífs á heimili notandans, ráðgjöf, stuðning og framfylgir meðferðaráætlun í samvinnu við aðrar fagstéttir teymisins.
- Þróun og þátttaka í þverfaglegu starfi og faglegri uppbyggingu.
- Önnur þau verkefni sem starfsmanni kunna að verða falin af yfirmanni.
- Íslenskt starfsleyfi.
- Skipulagshæfni og faglegur metnaður.
- Góð tölvufærni og heiðarleiki í mannlegum samskiptum.
- Áhugi á þróun og uppbyggingu faglegs starfs og teymisvinnu.
- Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi.
- Íslenskukunnátta á bilinu B1-B2 (í samræmi við samevrópskan tungumálaramma).
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
- Ökuréttindi B.
- Sund- og menningarkort
- Samgöngustyrkur
- Heilsustyrkur
- 36 stunda vinnuvika
- Stuðnings- og ráðgjafateymi
































