
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.
Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.

Sjúkraliði í heimahjúkrun í Vesturmiðstöð - Sumarstarf
Vesturmiðstöð leitar að öflugum sjúkraliða í heimahjúkrun. Um er að ræða tímabundið starf í sumarafleysingu. Unnið er á dag-, kvöld- og helgarvöktum. Starfshlutfall er samkomulag.
Unnið er eftir samþættri heimaþjónustu heimahjúkrunar, félagsþjónustu og endurhæfingarteymis með það að markmiði að veita örugga og góða þjónustu við fólk í heimahúsum. Mikil þróunarvinna er á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Innleiðing velferðartækni ásamt sérhæfðum verkefnum sem tengjast þverfaglegu, hreyfanlegu öldrunarteymi, með það að markmiði að styðja enn frekar við sjálfstæða búsetu aldraðra í eigin húsnæði.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Markviss og einstaklingsmiðuð hjúkrun
- Virk þátttaka í teymisvinnu
- Þátttaka í þróun og innleiðingu nýrra verkefna
Menntunar- og hæfniskröfur
- Sjúkraliði með íslenskt starfsleyfi
- Sjálfstæð vinnubrögð
- Gild íslensk Ökuréttindi B/BE
- Áhugi á þróun og uppbyggingu faglegs starfs
- Íslenskukunnátta B1- B2 (í samræmi við samevrópskan tungumálaramma)
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar
Auglýsing birt18. mars 2025
Umsóknarfrestur1. apríl 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Lindargata 59, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (6)

Vaktavinna í neyðarskýli
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Virkniþjálfi í félagsstarfi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Teymisstjóri í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Teymisstjóri á íbúðakjarna Barðastöðum
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Starfsmaður í þjónustukjarna við Sléttuveg- sumarstarf
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sumarstarf í íbúðakjarna í Þorláksgeisla
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Sambærileg störf (12)

Sjúkraliðar og sjúkraliðanemar í starfsnámi - Spennandi störf á smitsjúkdómadeild
Landspítali

Sjúkraliðar og sjúkraliðanemar í starfsnámi - Spennandi störf á lungnadeild Fossvogi
Landspítali

Teymisstjóri í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Velferðarsvið – Þjónustukjarni Suðurgötu
Reykjanesbær

Umsókn um launaða starfsþjálfun sjúkraliðanema skv. námskrá haustönn 2025
Landspítali

Aðstoðarmanneskja í sjúkra - og iðjuþjálfun - Boðaþing
Hrafnista

Viltu vera á skrá? Sjúkraliði með starfsleyfi
Landspítali

Heilbrigðisstarfsmaður á Upplýsingatæknideild
Sjúkrahúsið á Akureyri

Sjúkraliði á Hömrum og Eirhömrum, nýtt og spennandi verkefni
Hamrar hjúkrunarheimili

Aðstoðarkona óskast til starfa
Heiða slf

Gleðiríkt tímavinnustarf og sumarafleysing á Selfoss
NPA miðstöðin

Móttaka og símsvörun afleysing júní 2025 - Júlí 2026
Sjónlag