Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Stuðningsfulltrúi í sumarafleysingu á Laugavegi 105

Íbúðakjarninn að Laugavegi 105 óskar eftir að ráða öfluga stuðningsfulltrúa í sumarafleysingu. Fjölbreytt starf með skemmtilegu fólki.

Markmið starfseminnar er að veita einstaklingum með fjölþættan vanda stuðning við sjálfstæða búsetu. Starfsemin byggir á stefnu Reykjavíkurborgar um einstaklingsmiðaða þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum. Unnið er eftir aðferðum Þjónandi leiðsagnar, hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og valdeflingu. Þjónustan miðast við að auka sjálfstæði, efla færni og lífsgæði notenda.

Leitast er eftir að skapa jákvætt og heilsueflandi starfsmannaumhverfi sem skilar sér í þjónustu við íbúa. Tekið er vel á móti nýju starfsfólki.

Laugavegur 105 er sólarhringsheimili og um er að ræða vaktavinnu, dag-, kvöld- og helgarvaktir. Viðkomandi þarf að geta unnið allar tegundir af vöktum. Starfshlutfall er 80-100% eða eftir nánara samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Samstarf við notendur og aðstandendur.
  • Hvatning og stuðningur til sjálfshjálpar og félagslegrar virkni.
  • Þátttaka í sköpun og þróun nýrra tækifæra fyrir þjónustunotendur.
  • Eftirfylgd þjónustuáætlana og verklagsreglna undir verkstjórn teymisstjóra og forstöðumanns í samstarfi við þjónustunotendur.
  • Að sinna umönnun og vera vakandi fyrir andlegri og líkamlegri líðan íbúa og aðstoða þá varðandi heilsufarslega þætti eftir þörfum hverju sinni.
  • Einstaklingsmiðaður stuðningur við heimilishald og athafnir daglegs lífs.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð almenn menntun.
  • Reynsla af starfi með einstaklingum með flóknar og fjölbreyttar þjónustuþarfir æskileg.
  • Reynsla af starfi með einstaklingum með hegðunarvanda einnig æskileg.
  • Góð hæfni og sveigjanleiki í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Æskilegt er að umsækjandi hafi náð 20 ára aldri.
  • Íslenskukunnátta B1 í samræmi við samevrópskan matskvarða.
  • Ökuréttindi B.
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Auglýsing birt13. mars 2025
Umsóknarfrestur31. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Skipulag
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (19)
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Forstöðumaður í þjónustuíbúðum Lönguhlíð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun í Vesturmiðstöð - Sumarsta
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Sjúkraliði í heimahjúkrun í Vesturmiðstöð - Sumarstarf
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Félagsliði eða sjúkraliði óskast í hlutastarf
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Spennandi sumarstarf í nýjum íbúðarkjarna
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Sjúkraliði í endurhæfingarteymi Vesturmiðstöðvar
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Stuðningsráðgjafi í vinnu og virkni
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Hjúkrunarfræðingur á ferð og flugi um borgina
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Hjúkrunarstjóri í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Framkvæmdastjóri Vesturmiðstöðvar velferðarsviðs Reykjavíkur
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Stuðningsfulltrúi á Íbúðakjarna Grafarholti sumarafleysing
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Sumarstarf í skemmtilegum íbúðakjarna í hjarta borgarinnar
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Skemmtilegt sumarstarf á íbúðarkjarna í breiðholtinu
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Stuðningsfulltrúi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Sumarstarf í heimastuðningi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Stuðningsfulltrúi í sumarstarf á íbúðarkjarna í Grafarvogi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Hjúkrunar/sjúkraliða- og læknanemar-sumarstörf
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun -Sumarstarf
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun Austurmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið