

Sjúkraþjálfari
Kjarkur endurhæfing óskar eftir sjúkraþjálfara til starfa. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt þar sem áhersla er lögð á góða teymisvinnu.
Kjarkur endurhæfing veitir þverfaglega einstaklingsmiðaða endurhæfingu fyrir hreyfihamlaða einstaklinga sem glíma við tauga- og heilaskaða. Boðið er upp á endurhæfingu í dagþjónustu sem og í sólarhringsþjónustu.
Hjá Kjarki endurhæfingu starfar fjölbreyttur hópur við endurhæfingu, svo sem iðjuþjálfar, hjúkrunarfræðingar, talmeinafræðingur, sjúkraþjálfari, íþróttafræðingur, félagsráðgjafi, sjúkraliðar og sérhæft starfsfólk.
Sjúkraþjálfari sinnir almennri sjúkraþjálfun á öllum stigum endurhæfingar. Sjúkraþjálfari metur og skipuleggur íhlutun í samráði við þjónustuþega og aðra starfsmenn. Sjúkraþjálfari skráir og metur árangur sjúkraþjálfunar, úthlutar verkefnum og ber faglega ábyrgð á vinnu þeirra.
- Almenn sjúkraþjálfun á öllum stigum endurhæfingar
- Mat og skipulag meðferðar
- Skráning og mat árangurs sjúkraþjálfunar
- Þátttaka í þverfaglegum teymum
- Íslenskt starfsleyfi sem sjúkraþjálfari
- Góð íslenskukunnátta
- Faglegur metnaður og frumkvæði í starfi
- Góðir samskiptahæfileikar og jákvæðni
- Reynsla af þverfaglegri teymisvinnu er kostur
- Jafnlaunavottun
- Íþróttastyrkur
- Frír matur í hádeginu
- Virkt starfsmannafélag
- Styttri vinnuvika






