

Skemmtileg og gefandi störf á íbúðakjarna fyrir geðfatlaða
Laus staða fljótlega. Möguleiki á áframhaldandi starfi eftir sumarið. Bæði laust í hlutastarf og fullt starf.
Íbúðakjarninn Hraunbæ 153-163 leitar að góðu fólki til þess að bætast í þéttan og góðan hóp starfsmanna. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf sem snýr að stuðningi við íbúa á íbúðakjarna fyrir geðfatlaða. Áhersla er lögð á einstaklingsmiðaða nálgun þar sem unnið er eftir hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf.
Starfsandinn á vinnustaðnum er mjög góður. Unnið er í vaktavinnu á dag-, kvöld-, og helgarvöktum. Starfshlutfall eftir samkomulagi, bæði möguleiki á fullu starfi og hlutastarfi. Laus staða fljótlega eða eftir samkomulagi. Möguleiki er á áframhaldandi starfi eftir sumarið.
- Stuðningur við íbúa í þeirra daglegu verkefnum.
- Valdefling íbúa.
- Félagslegur stuðningur við íbúa.
- Unnið eftir hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf.
- Góð almenn menntun.
- Viðkomandi þarf að vera 20 ára eða eldri.
- Reynsla af starfi með fötluðum æskileg.
- Sjálfstæði í vinnubrögðum, skipulagshæfni, frumkvæði og sveigjanleiki.
- Hæfni til þess að vinna í teymi.
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar.
- Íslenskukunnátta B1 eða hærra (í samræmi við samevrópskan tungumálaramma).
Starfsfólki Reykjavíkurborgar bjóðast ýmis hlunnindi í starfi (sjá hér).

































