

Forstöðumaður á vinnustofur Skaftholts
Óskað er eftir iðjuþjálfa/þroskaþjálfa í forstöðumannastöðu á vinnustofur fyrir fatlaða einstaklinga. Starfið er fjölbreytt og mikið svigrúm fyrir frumkvæði starfsmanns. Á vinnustofunum er unnið með málun, textíl, kertagerð, keramík, ullarvinnslu, smíði o.fl.
Helstu ábyrgð eru skiplags- og leiðbeinandastarf og er markmiðið að bjóða uppá þroskavænlegt og hvetjandi vinnuumhverfi þar sem allir geta notið sín bæði í samvinnu og einstaklingsvinnu.
Skaftholt er bæði heimili og vinnustaður fyrir fatlað fólk. Á staðnum er landbúnaður, garðyrkja og handverksvinnutofur. Í Skaftholti er notast við hugmyndafræðina þjónandi leiðsögn og sjálfstætt líf. Hugmyndafræði Mannspekinnar hefur verið Skaftholti að leiðarljósi með það markmið að styðja við þroska einstaklings með heildrænni nálgun.












