Seltjarnarnesbær
Seltjarnarnesbær
Seltjarnarnesbær

Dagforeldrar

Dagforeldrar óskast!

Seltjarnarnesbær býður til afnota húsnæði fyrir dagforeldra í kjallara Seltjarnarneskirkju.

Húsnæðið er um 80 fermetrar og hefur m.a. verið notað sem leikskóladeild fyrir yngstu börnin við Leikskóla Seltjarnarness.

Óskað er eftir einstaklingum sem vilja nýta húsnæðið saman til gæslu allt að 10 barna.

Viðkomandi þurfa að uppfylla skilyrði Gæða- og eftirlisstofnunar velferðarmála samkvæmt núgildandi reglugerð um daggæslu í heimahúsum https://island.is/reglugerdir/nr/0907-2005

Ekkert dagforeldri hefur verið starfandi á Seltjarnarnesi frá sl. sumri, en mikil þörf er fyrir dagforeldra í bænum. Seltjarnarnesbær kemur til móts við umsækjendur með greiðslu grunnnámskeiðs og stofnstyrks að upphæð 1.000.000 kr. Sami stuðningur er í boði til þeirra sem vilja hefja daggæslu í heimahúsi.

Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri.

Beiðnir um frekari upplýsingar skulu sendar á netfangið [email protected] - merkt dagforeldrar.

Umsóknarfrestur er til og með 5. maí 2025.

Öllum umsóknum ásamt fylgiskjölum skal skilað á Ráðningarvef Seltjarnarnesbæjar -undir http://www.seltjarnarnes.is

Auglýsing birt22. apríl 2025
Umsóknarfrestur5. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnes
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar