Seltjarnarnesbær
Seltjarnarnesbær
Seltjarnarnesbær

Þroskaþjálfi / atferlisráðgjafi - Való

Valhúsaskóli óskar eftir að ráða þroskaþjálfa eða atferlisráðgjafa fyrir komandi skólaár. Viðkomandi aðili er viðbót við góðan hóp starfsmanna í stoðþjónustu skólans. Við leitum eftir samviskusömum, glöðum og duglegum aðila sem vinnur vel í hóp og er tilbúinn að mæta nemendum okkar á þeim stað sem þau eru.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að veita nemendum með sérþarfir þjálfun, leiðsögn og stuðning
  • Vinna með félagsfærni og aðlaga námefni og námsaðstæður
  • Vinna að gerð sjónræns skipulags fyrir nemendur
  • Vinna að gerð einstaklingsnámskráa í samstarfi við kennara og deildarstjóra
  • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk
  • Vinna eftir uppeldis- og samskiptastefnu skólans, Uppeldi til ábyrgðar
  • Skýr skuldbinding gagnvart stefnu og áherslum skólans
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði þroskaþjálfunar og starfsleyfi sem slíkur
  • Þekking á skipulagðri kennslu (TEACCH)
  • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
  • Stundvísi og samviskusemi
  • Mjög góð íslenskukunnátta
Fríðindi í starfi
  • Heilsuræktarstyrkur
  • Samgöngustyrkur
  • Bókasafnskort
  • Sundkort
Auglýsing birt11. apríl 2025
Umsóknarfrestur25. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnes
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.KennariPathCreated with Sketch.Þroskaþjálfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar