

Sumarstarf - frístundastarf fyrir fötluð börn og ungmenni - Vinaskjól og Kletturinn
Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða öflugan starfsmann til starfa í frístundastarf fyrir fötluð börn og ungmenni á aldrinum 10-20 ára. Um er að ræða 100% starf í aldursskiptu sumarstarfi þar sem farið er í fjölbreytta afþreyingu auk þess sem unglingar og ungmenni fá stuðning í atvinnutengd úrræði og Vinnuskólann.
Markmið sumarstarfsins er að ungmenni upplifi hinar ýmsu tómstundir og tengist öðrum börnum og unglingum félagslega. Fullkomið tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttu sumarstarfi, þar sem starfsfólk kynnist nýju fólki og fær mikla möguleika á útiveru.
Um er að ræða spennandi sumarstarf á virkum dögum, opið er frá klukkan 8:00-16:30.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Er jákvæð fyrirmynd og hefur jákvæð áhrif á einstaklinga um hin ýmsu málefni sem tengjast þeirra daglega lífi.
- Tekur þátt í skipulagningu, undirbúning og framkvæmd á fjölbreyttu tómstundastarfi í samráði við samstarfsfólk og þátttakendur í starfinu.
- Skapa jákvætt andrúmsloft sem byggir á virðingu og lýðræðislegum vinnubrögðum.
- Veita börnum og ungmennum stuðning við athafnir daglegs lífs.
- Stuðlar að sjálfstæði einstaklinga, eflir félagsfærni og vellíðan þeirra.
- Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af starfi með börnum og unglingum.
- Reynsla af starfi með fötluðum börnum eða fötluðu fólki æskileg.
- Sjálfstæð vinnubrögð og sveigjanleiki í starfi.
- Hæfni í mannlegum samskiptum.
- Frumkvæðni og jákvæðni í starfi.
- Íslenskukunnátta skilyrði.
Skilyrði er að viðkomandi hafi náð 20 ára aldri og hafi hreint sakavottorð.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar.
Frekari upplýsingar um starfið veita Auður Björk Kvaran, [email protected], Sandra Björk Halldórsdóttir, [email protected] eða Berglind Rún Torfadóttir, berglindt@hafnarfjördur.is eða í síma 565-5100.
Umsóknarfrestur er til og með 10. apríl.2025
Umsókn fylgi ferilskrá.
Vakinn er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins















































