

Umsjónarkennari á yngsta stigi – Lækjarskóli
Lækjarskóli auglýsir eftir umsjónarkennara á yngsta stigi í 100% starf haustið 2025.
Lækjarskóli á sér sögu allt aftur til ársins 1877 og er staðsettur í fallegu og grónu umhverfi við Lækinn í Hafnarfirði. Reist var ný skólabygging, björt og rúmgóð, og tekin í notkun árið 2002. Hér er meðal annars að finna bæði sundlaug og íþróttahús. Nemendur eru tæplega 500 talsins, þar af tæplega 140 á unglingastigi. Allir nemendur frá 5. -10. bekk hafa eigin spjaldtölvu til afnota.
Einkunnarorð Lækjarskóla eru ábyrgð, virðing og öryggi, og endurspeglast allt skólastarfið í þessum orðum. Unnið er samkvæmt SMT-skólafærni sem þýðir að áhersla er lögð á að nálgast nemendur á jákvæðan hátt, gefa góðri hegðun meiri gaum og skapa jákvæðan skólabrag.
Lækjarskóli hefur verið í innleiðingu á Universal Design for Learning (UDL). UDL er aðferðafræði sem er byggð á rannsóknum David Rose (Boston Harvard,1984). UDL veitir nemendum möguleika á að læra á ólíka vegu og að sýna kunnáttu sína á ólíka hátt. Nemendur eru virkir og hafa áhrif á eigið nám og er tilgangurinn að útrýma hindrunum sem standa í vegi fyrir árangri nemenda.
Við auglýsum nú eftir kennara á yngsta stigi sem jafnframt er tilbúinn til að taka þátt í metnaðarfullri þróun starfsins í Lækjarskóla.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Annast almenna umsjónarkennslu á yngsta stigi með fjölbreyttum kennsluháttum
- Vinna að þróun UDL og annarri skólaþróun í Lækjarskóla í samvinnu við skólasamfélagið
- Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við skólasamfélagið
- Starfa samkvæmt SMT-skólafærni
- Taka þátt í stefnumótun skólans
- Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Leyfi til kennslu (leyfisbréf skal fylgja umsókn)
- Kennslureynsla og þekking á fjölbreyttum kennsluaðferðum á yngsta stigi æskileg
- Lipurð í samskiptum og sveigjanleiki í starfi
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
- Mjög góð íslenskukunnátta
- Víðtæk tölvukunnátta og góð þekking á G-suite og Mentor
- Áhugi á teymiskennslu og þverfaglegu samstarfi
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Stundvísi og samviskusemi
Gerð er krafa um hreint sakavottorð við ráðningu.
Ef þetta er eitthvað sem vekur áhuga þinn ekki hika við að hafa samband við okkur í Lækjarskóla.
Hafðu samband við Örnu B. Arnardóttur, skólastjóra í síma 664-5865, [email protected].
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara.
Umsóknarfrestur er til 8. apríl 2025.
Greinargóð ferilskrá og leyfisbréf fylgi umsókn.
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.












































