

Flokkstjórar Vinnuskóla – sumarstörf
Á sumrin er Vinnuskóli Hafnarfjarðar stærsta starfstöðin í bænum. Starf í skólanum gefur einstaka möguleika á því að njóta útiveru og eiga þátt í að prýða bæjarlandið í samstarfi við ungt fólk. Vinnuskólinn starfar eftir áherslum Grænfána og er skóli án aðgreiningar.
Eftirfarandi störf eru í boði í sumar. Vinsamlegast veljið fyrsta og annað val. Umsækjendur þurfa að hafa náð 21 árs aldri (fædd 2004 eða eldri).
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stjórnun starfs vinnuskólahóps
- Leiðbeina nemendum um vinnubrögð og verklag
- Vinna með uppbyggileg samskipti og skapa liðsheild í nemendahópnum
- Skil á tímaskýrslum nemenda
- Önnur störf samkvæmt starfslýsingu
Hæfniskröfur
- Áhugi á að starfa með ungu fólki og vilji til að takast á við fjölbreytt verkefni
- Samskiptafærni og hæfni til að vera nemendum góð fyrirmynd
- Þekking á starfi Vinnuskólans eða önnur reynsla af starfi með börnum eða unglingum er kostur
- Reynsla af garðyrkju- og umhirðutengdum störfum er kostur
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Hafnarfjarðarbæjar
- Umsækjendur þurfa að hafa náð 21 árs aldri
Flokkstjórar almennra hópa
Auglýst er eftir starfsfólki til sumarstarfa við flokkstjórn almennra hópa Vinnuskólans sem starfa út frá grunnskólum Hafnarfjarðar.
Flokkstjórar hefja störf 2. júní, vinnutími er frá kl. 9:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og föstudaga frá kl. 9:00 til 13:00. Flokkstjórar hópa geta unnið samtals 231 tíma.
Flokkstjórar morgunhóps
Auglýst er eftir flokkstjórum til sumarstarfa við morgunhóp Vinnuskólans sem starfar í miðbæ Hafnarfjarðar. Í hópnum starfa aðeins ungmenni sem verða 17 ára á árinu.
Flokkstjórar morgunhóps hefja störf 26. maí, vinnutími er frá kl. 7:00 til 13:00 mánudaga til föstudaga. Flokkstjórar geta unnið samtals 231 tíma.
Flokkstjóri hjá félagi (íþróttafélagi og fleira)
Auglýst er eftir flokkstjórum til sumarstarfa við flokkstjórn á vegum íþróttafélaga í Hafnarfirði. Vinsamlegast takið fram í athugasemdum hjá hvaða félagi umsækjandi óskar eftir sumarstarfi.
Flokkstjóri stýrir verkefnum og hópum innan félagsins s.s. við umhirðu svæðis eða á leikjanámskeiði. Flokkstjórar hjá íþróttafélögum geta unnið samtals 231 tíma frá byrjun júní fram í miðjan ágúst.
Flokkstjóri Listahóps
Auglýst er eftir flokkstjóra til sumarstarfa við Listahóp Vinnuskólans. Flokkstjóri listahóps hefur störf 2. júní, vinnutími er frá kl. 9:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og föstudaga frá kl. 9:00 til 13:00. Flokkstjóri getur unnið samtals 231 tíma.
Flokkstjóri jafningjafræðslu/grænafánahóps
Auglýst er eftir flokkstjóra til sumarstarfa við jafningjafræðslu Vinnuskólans. Jafningjafræðsla leggur áherslu á umhverfismál og er markmið hópsins að auka umhverfismennt, menntun til sjálfbærni og að styrkja umhverfisstefnu Vinnuskólans. Unnið verður eftir stefnu skóla á grænni grein og sótt verður um endurnýjun Grænfána í lok sumars.
Flokkstjóri jafningjafræðslu hefur störf 2. júní, vinnutími er frá kl. 9:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og föstudaga frá kl. 9:00 til 13:00. Flokkstjóri getur unnið samtals 231 tíma.
Flokkstjórar í Hellisgerði
Auglýst er eftir starfsfólki til sumarstarfa við flokkstjórn í garðyrkjuhóp í Hellisgerði. Flokkstjóri hefur störf 2. júní, vinnutími er frá kl. 9:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og föstudaga frá kl. 9:00 til 13:00. Flokkstjóri getur unnið samtals 231 tíma.
Umsóknafrestur er til og með 1. apríl nk.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Hlíf stéttarfélags.
Nánari upplýsingar veitir Tinna Dahl Christiansen, rekstrarstjóri, í gegnum tölvupóst [email protected]
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika.









































