Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær

Þroskaþjálfi – Lækjarskóli

Lækjarskóli auglýsir eftir þroskaþjálfa í fullt starf haustið 2025.

Lækjarskóli á sér sögu allt aftur til ársins 1877 og er staðsettur í fallegu og grónu umhverfi við Lækinn í Hafnarfirði. Reist var ný skólabygging, björt og rúmgóð, og tekin í notkun árið 2002. Hér er meðal annars að finna bæði sundlaug og íþróttahús. Nemendur eru tæplega 500 talsins, þar af tæplega 140 á unglingastigi. Allir nemendur frá 5. -10. bekk hafa eigin spjaldtölvu til afnota.

Einkunnarorð Lækjarskóla eru ábyrgð, virðing og öryggi, og endurspeglast allt skólastarfið í þessum orðum. Unnið er samkvæmt SMT-skólafærni sem þýðir að áhersla er lögð á að nálgast nemendur á jákvæðan hátt, gefa góðri hegðun meiri gaum og skapa jákvæðan skólabrag.

Lækjarskóli hefur verið í innleiðingu á Universal Design for Learning (UDL). UDL er aðferðafræði sem er byggð á rannsóknum David Rose (Boston Harvard,1984). UDL veitir nemendum möguleika á að læra á ólíka vegu og að sýna kunnáttu sína á ólíka hátt. Nemendur eru virkir og hafa áhrif á eigið nám og er tilgangurinn að útrýma hindrunum sem standa í vegi fyrir árangri nemenda.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Vinna með nemendum með þroskafrávik.
  • Gera áætlanir, sinna þjálfun, vinna með félagsfærni, aðlaga námsefni og námsaðstæður í samvinnu við kennara og deildarstjóra.
  • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
  • Vinna með nemendum í sérdeild og almennu skólaumhverfi.
  • Vinna að þróun skólastarfs ásamt öðrum starfsmönnum í skólanum.
  • Vinna að gerð einstaklingsnámskrár í samstarfi við kennara og deildarstjóra og fylgja henni eftir.
  • Vinna að gerð sjónræns skipulags fyrir nemendur.
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfi til að nota starfsheitið þroskaþjálfi (leyfisbréf fylgi umsókn).
  • Þekkingu og reynslu af vinnu með nemendum með þroskahömlun kostur.
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Faglegur metnaður og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
  • Lipurð í samskiptum og sveigjanleiki í starfi.

Gerð er krafa um hreint sakavottorð við ráðningu.

Ef þetta er eitthvað sem vekur áhuga þinn ekki hika við að hafa samband við okkur í Lækjarskóla.

Hafðu samband við, Örnu B. Arnardóttur skólastjóra í síma 6645865, [email protected] eða Margréti Ósk Gunnarsdóttur deildarstjóri stoðþjónustu, [email protected]

Umsóknarfrestur er til og með 8. apríl 2025.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara.

Greinargóð ferilsskrá og leyfisbréf fylgi umsókn.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Auglýsing birt25. mars 2025
Umsóknarfrestur8. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Sólvangsvegur 4, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (31)
Hafnarfjarðarbær
Skrifstofustjóri - Engidalsskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Umsjónarkennari á miðstigi - Öldutúnsskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Þroskaþjálfi- Engidalsskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Umsjónarkennari á yngsta stigi - Öldutúnsskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Umsjónarkennari á yngsta stigi – Lækjarskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Kennari í sérdeild - Lækjarskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Umsjónarkennari á miðstig – Lækjarskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Sumarstarf - Lundur
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Heimilisfræðikennari - Engidalsskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Sumarafleysing á heimili fyrir fatlað fólk - Steinahlíð
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Dönskukennari á unglingastigi - Lækjarskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Umsjónarmaður fasteigna Í Hafnarborg
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Sumarstarf - Tómstund
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Starfsfólk í gæslu hjá Byggðasafni - sumarstarf
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Náttúrufræði- og stærðfræðikennari á unglingastigi - Skarðshlíðarskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Skólastjóri - Öldutúnsskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Kennari - Hraunvallaleikskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Sérfræðingur í fjárreiðudeild – Fjármálasvið
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
UT kennsluráðgjafi fyrir skólaárið 2025-2026 - Setbergsskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Sumarstörf fyrir ungmenni fædd 2007 og eldri
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Flokkstjórar Vinnuskóla – sumarstörf
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Starfsmaður við félagsstarf eldri borgara - Hraunsel - 50% staða
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Umsjónarkennari á yngsta stigi - Setbergsskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Umsjónarkennari í miðdeild - Setbergsskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Starfsmaður óskast til starfa í Geitunga - úrræði fyrir fatlað fólk
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Aðstoðarleikskólastjóri - Leikskólinn Hamravellir
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Sumarstarf á heimili fyrir fatlað fólk - Erluás
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Tónmenntakennari fyrir næsta skólaár - Skarðshlíðarskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Starfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk í sumarafleysingu - Svöluás
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Sumarafleysingar á heimili fyrir fatlað fólk - Berjahlíð
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Skapandi sumarstörf
Hafnarfjarðarbær