Leikskólinn Laugasól
Leikskólinn Laugasól

Sérkennari í Laugasól

Sérkennslan í Laugarsól auglýsir eftir starfsmanni í spennandi starf í sérkennslu.
Starfið felst í að sinna sérkennslu og atferlisþjálfun. Ásamt því að vinna í góðri teymisvinnu með starfandi sérkennurum, sérkennslustjórum og öðrum ráðgjöfum frá Norðurmiðstöð.
Sérkennslan nær inn á allar deildar leikskólans með mismunandi verkefnum.
Starfsfólk sérkennslu fær ráðgjöf og leiðsögn, aðalega frá sérkennslustjórum og ráðgjöfum frá Norðurmiðstöð.
Sérkennslan er sett upp þannig að hver sérkennari er með stundatöflu með verkum á milli deilda.
Jafnframt er sérkennslan sýnileg á öllum deildum leikskólans sem eru sex talsins. Skólinn er í tveimur húsum, Safamýri 5 og Leirulæk 4.
Staðan sem um ræðir er í starfstöð okkar í Safamýri með elstu börnum skólans.
Í laugasól starfar fjölbreyttur starfsmannahópur með mismunandi menntun sem nýtist vel í starfi. Leikskólinn er bæði réttindaskóli Unicef og Regnbogavottaður vinnustaður og hvetjum við því öll þau sem telja sig eiga erindi í starfið til að sækja um.
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.
Nánari upplýsingar um starfið veitir: Hanna Halldórsdóttir leikskólastjóri.
Laugasol@reykjavík.is
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að veita barni með sérþarfir leiðsögn og stuðning
  • Samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa
  • Að sinna öllum skráningum sem felst í atferlisþjálfun
  • Málörvun á deildum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólakennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur sambærileg menntun er skilyrði.
  • Reynsla af sérkennslu og stuðningi æskileg.
  • Þekking eða kunnátta í atferlisþjálfun er mikill kostur.
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Góð samskiptahæfni
  • Frumkvæði, áhugi og metnaður
  • Tölvukunnátta er kostur
  • Góð íslensku kunnátta er skilyrði
Fríðindi í starfi
  • Sundkort
  • Menningarkort
  • Samgöngusamningur
  • 36 stunda vinnuvika
  • Heilsustyrkur
  • Afsláttur af dvalargjaldi barna í leikskóla
  • Frír hádegismatur
  • Forgangur barna í leikskóla
Auglýsing birt4. mars 2025
Umsóknarfrestur4. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Safamýri 5, 108 Reykjavík
Leirulækur 6, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.KennariPathCreated with Sketch.Kennsla
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar