Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær

Skólastjóri - Öldutúnsskóli

Staða skólastjóra Öldutúnsskóla í Hafnarfirði er laus til umsóknar

Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst næstkomandi.

Öldutúnsskóli er heildstæður grunnskóli með um 600 nemendur í 1. - 10. bekk. Í skólanum er starfrækt frístundaheimili fyrir nemendur í 1.-4. bekk og félagsmiðstöð fyrir eldri nemendur.

Leitað er að metnaðarfullum leiðtoga sem býr yfir víðtækri þekkingu á skólastarfi, hefur brennandi áhuga á fjölbreyttu námsumhverfi og getu til að leiða skólann áfram undir einkunnarorðum hans; virðing - vellíðan - virkni.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Veita skólanum faglega forystu og leiða fjölbreytt og skapandi skólastarf í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og stefnu Hafnarfjarðarbæjar í menntamálum
  • Bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans
  • Vera í samvinnu við fræðsluyfirvöld í sveitarfélaginu um stefnumótun og ákvarðanatökur
  • Fylgja eftir og þróa framsækna sýn, stefnu og skólamenningu í samstarfi við starfsfólk, nemendur og foreldra
  • Þekkja vel til og bera ábyrgð á starfsmannamálum þ.e. ráðningum, starfsþróun og vinnutilhögun
  • Stuðla að framförum, árangri, velferð og vellíðan nemenda og starfsfólks
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf sem kennari
  • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði stjórnunar og/eða uppeldis- eða menntunarfræða
  • Kennslu- og stjórnunarreynsla í grunnskóla áskilin
  • Reynsla af faglegri forystu á sviði skólamála grunnskóla
  • Leiðtogahæfni og vilji til að stuðla að eigin starfsþróun og annarra
  • Haldgóð reynsla og þekking af starfsmannamálum
  • Reynsla og þekking á áætlanagerð, rekstri og góðri fjármálastjórnun
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt viðmót
  • Skipulagshæfileikar, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Hæfni í upplýsingatækni
  • Góð íslensku- og enskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti

Hafnarfjarðarbær vinnur eftir verklagi um snemmtækan stuðning við leik- og grunnskólabörn sem kallast Brúin. Í því er lögð áhersla á samþætta þjónustu við börn og fjölskyldur á fyrri stigum með aukinni samvinnu aðila í nærumhverfinu, sbr. lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Umsóknarfrestur er til og með 7. apríl 2025.

Umsókn um starfið þarf að fylgja greinargóð starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar, fyrri störfum, menntun, stjórnunarreynslu og hæfni til að sinna starfi grunnskólastjóra ásamt afriti af prófskírteinum.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Þórunn Jóna Hauksdóttir, deildarstjóri grunnskólamála, í síma 585-5800 og [email protected]

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við KÍ.

Gerð er krafa um hreint sakavottorð við ráðningu.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynja í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Auglýsing birt20. mars 2025
Umsóknarfrestur7. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (29)
Hafnarfjarðarbær
Flokkstjórar og aðstoðarflokkstjórar Vinnuskóla – sumarstörf
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Skóla- og frístundaliði - Engidalsskóli /frístundaheimilið Álfakot
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Kennari - Leikskólinn Hlíðarberg
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Starfsmaður sértækrar heimaþjónustu - Fjölskyldu- og barnamálasvið
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Íþróttakennari - Skarðshlíðarskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Kennarar – Leikskólinn Norðurberg
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Sérkennari - Skarðshlíðarskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Kennari í mið- og unglingadeild fyrir næsta skólaár - Setbergsskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Kennsla í hönnun og smíði í Setbergsskóla - afleysing til áramóta
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Rafbassakennari - Tónlistarskóli Hafnarfjarðar
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Tónfræðakennari - Tónlistarskóli Hafnarfjarðar
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Kennari í námsveri - Hvaleyrarskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Safnstjóri skólasafns Lækjarskóla
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Heimilisfræðikennari - Öldutúnsskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Umsjónarkennari á yngsta stigi – Lækjarskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Húsasmíðameistari – Umhverfis- og skipulagssvið
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Umsjónarkennari á yngsta og miðstigi - Hraunvallaskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Deildarstjóri á mið- og unglingastigi - Skarðshlíðarskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Umsjónarkennari í miðdeild fyrir næsta skólár– Skarðshlíðarskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Umsjónarkennari í yngri deild fyrir næsta skólaár - Skarðshlíðarskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Tónmenntakennari - Skarðshlíðarskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Kennari í sérdeild - Lækjarskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Aðstoðardeildarstjóri tómstundarmiðstöðvar - Engidalsskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Umsjónarkennari á yngsta- og miðstigi - Engidalsskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Deildarstjóri stoðþjónustu - Lækjarskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Þroskaþjálfi – Lækjarskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Umsjónarkennari á miðstigi - Öldutúnsskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Umsjónarkennari á yngsta stigi - Öldutúnsskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Vinnuskóli - Biðlisti fyrir 18 ára og eldri
Hafnarfjarðarbær