
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.
Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.

Spennandi sumarstarf í nýjum íbúðarkjarna
Stuðningsfulltrúi óskast í sumarstarf á íbúðakjarna í 90% starfshlutfall. Fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir fólk sem elskar að vinna með fólki. Unnið er á fjölbreyttum vöktum.
Stjörnugróf hlaut sæmdarheitið Fyrirmyndastofnun ársins 2024
Helstu verkefni og ábyrgð
- Leiðbeinir íbúum og aðstoðar þá við athafnir daglegs lífs, heimilishald og dagleg verkefni eftir því sem við á og þörf krefur
- Sinnir umönnun og er vakandi yfir andlegri og líkamlegri líðan íbúa og aðstoðar þá varðandi félagslega og heilsufarslega þætti
- Stuðlar að jákvæðum samskiptum við íbúa og annað samstarfsfólk
- Veitir félagslegan stuðning í fjölbreyttum aðstæðum
- Styður íbúa til þátttöku í samfélaginu á eigin forsendum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góð almenn menntun
- Reynsla af starfi með fólki með flóknar stuðningsþarfir æskileg
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði
- Frumkvæði, framtakssemi, gagnrýnin hugsun og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Hæfni til að sýna umhyggju, skilning, virðingu og þolinmæði
- Þekking á aðferðarfræði þjónandi leiðsagnar er æskileg
- Þekking á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf er æskileg
- Íslenskukunnátta á stigi B1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum er skilyrði
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar
Auglýsing birt11. mars 2025
Umsóknarfrestur11. apríl 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Stjörnugróf 11, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Mannleg samskipti
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (11)

Hey! Laust sumarstarf í skemmtilegum íbúðakjarna
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Spennandi sumarstarf fyrir stuðningsfulltrúa
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Forstöðumaður - Heimili fyrir börn Móvaði
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sjúkraliði í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sumarstarf í Liðsaukanum
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Við sköpum nýja framtíð í heimaþjónustu Reykjavíkurborgar
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sumarstarf í íbúðakjarna í Þorláksgeisla
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Teymisstjóri
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Spennandi starf í búsetukjarna fyrir fatlað fólk
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Umsjónaraðili – búseta á stuðningsheimili
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Í sól og sumaryl í Bríetartúni
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Sambærileg störf (12)

Starfsmaður í heimaþjónustu - sumarafleysing
Fjarðabyggð

Sumarstarf - Lundur
Hafnarfjarðarbær

Sóltún Heilsusetur - Aðstoðarfólk í framtíðarstarf
Sóltún Heilsusetur

Aðstoðarmanneskja óskast í 102 Reykjavík
NPA miðstöðin

Starf á heimili fatlaðs fólks
Garðabær

Meðferðaraðili - Heilaörvunarmiðstöð HH
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Sumarstarf á heimili fyrir fatlað fólk
Sumarstörf - Kópavogsbær

Gott starf í Keflavík fyrir 25 ára og eldri, íslenskumælandi
NPA miðstöðin

Teymisstjóri í stuðningsþjónustu
Hafnarfjarðarbær

Óska eftir NPA aðstoðarfólki
NPA miðstöðin

Starfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk í sumarafleysingu - Svöluás
Hafnarfjarðarbær

Skemmtilegt sumarstarf í búsetukjarna
Búsetukjarninn Langahlíð