

Sjúkraþjálfari á Landspítala í Fossvogi
Sjúkraþjálfun Landspítala í Fossvogi óskar eftir sjúkraþjálfara í 100% starf í ótímabundna stöðu. Starfið snýr að skjólstæðingum bráðaöldrunardeildar og fer þjálfunin fram þar og í æfingasal sjúkraþjálfunar.Á Landspítala gefst þér tækifæri til að dýpka þekkinguna, vinna með fjölbreyttum sjúklingahópi og öðlast fjölþætta reynslu. Við leggjum mikið upp úr öflugri og styðjandi teymisvinnu og liðsheild. Starfið er dagvinna á virkum dögum en að lokinni aðlögun gefst möguleiki á að taka að þátt í gæsluvöktum á kvöldin og um helgar.
Í sjúkraþjálfun á Landspítala er lögð áhersla á fagþróun, rannsóknir, kennslu og þverfaglegt samstarf. Vellíðan starfsfólks er í forgrunni og hlúð er að jákvæðu og hvetjandi starfsumhverfi. Boðið er upp á 36 stunda vinnuviku í fullu starfi með það að markmiði að stuðla að betri heilsu og jafnvægi milli vinnu og einkalífs, með bættri nýtingu vinnutíma og gagnkvæmum sveigjanleika sem nýtist bæði starfsfólki og vinnustaðnum. Einnig eru í boði samgöngusamningur og önnur starfstengd fríðindi.
- Skoðun, mat og meðferð sjúklinga
- Skráning í sjúkraskrárkerfi
- Fræðsla til sjúklinga og aðstandenda
- Þátttaka í þverfaglegu teymi
- Virk þátttaka í faglegri þróun
- Íslenskt starfsleyfi sem sjúkraþjálfari
- Faglegur metnaður og ábyrgð
- Reynsla af starfi á sjúkrahúsi eða með öldruðum kostur
- Góð samskiptahæfni og jákvætt viðmót
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Góð hæfni í íslensku
Íslenska




























































