

Mannauðsstjóri
Landspítali auglýsir eftir öflugum einstaklingi með mikla reynslu af mannauðsmálum í starf mannauðsstjóra. Innan rekstrar-og mannauðssviðs starfa 11 mannauðsstjórar sem skipta með sér sviðum spítalans. Mannauðsstjóri sinnir virkri þátttöku, ráðgjöf og stuðningi við stjórnendur og starfsfólk í öllum verkþáttum mannauðsmála, þ.e. í ráðningum, þjálfun og starfsþróun, endurgjöf, kjaramálum, samskiptum, heilsu og öryggi, í samræmi við stefnu Landspítala hverju sinni. Mannauðsstjóri tekur einnig þátt í miðlægum mannauðsverkefnum með rekstrar- og mannauðssviði spítalans.
Leitað er eftir kraftmiklum einstaklingi sem brennur fyrir málstað mannauðsmála og spítalans. Starfið er ábyrgðarmikið og krefjandi og reynir á frumkvæði, stefnumótandi hugsun og samskiptahæfileika. Mannauðsstjóri heyrir undir framkvæmdastjóra rekstrar- og mannauðssviðs og vinnur náið með öðrum mannauðsstjórum og stjórnendum Landspítala.
Í boði er frábær vinnuaðstaða, fyrsta flokks mötuneyti og stytting vinnuvikunnar. Starfshlutfall er 100% og upphafsdagur starfs samkomulag.
- Ráðningar, öflun umsækjenda og framkvæmd ráðningaferla
- Launasetning, gerð ráðningasamninga og innleiðing stofnana- og kjarasamninga
- Vinnuvernd, heilsa og öryggi starfsfólks
- Upplýsingagjöf og úrvinnsla samskiptamála
- Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur
- Innleiðing breytinga og verklags í mannauðsmálum sviðs
- Teymisvinna og þátttaka í miðlægum verkefnum á sviði mannauðsmála með mannauðsdeild
- Þátttaka í stefnumótun og samræmingu mannauðsmála Landspítala
- Önnur verkefni frá framkvæmdastjóra rekstrar- og mannauðssviðs
- Háskólamenntun og viðbótarmenntun sem nýtist í starfi
- Þekking og reynsla af mannauðsstjórnun
- Reynsla af mannauðsstjórnun í opinberri þjónustu er kostur
- Þekking og reynsla af störfum innan heilbrigðisþjónustu er kostur
- Leiðtoga- og skipulagshæfni
- Metnaður, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Færni í mannlegum samskiptum, jákvætt viðhorf, lausnamiðuð vinnubrögð og rík þjónustulund
- Örugg og fagleg framkoma
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í mæltu og rituðu máli
Íslenska
Enska



















































