

Hjúkrunarfræðingur - Sjúkrahótel við Hringbraut
Við óskum eftir öflugum hjúkrunarfræðingi til starfa á Sjúkrahótel við Hringbraut.
Á Sjúkrahóteli starfar samhentur hópur reyndra hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða auk mótttökuritara. Þjónusta Sjúkrahótelsins er hjúkrunarstýrð og afar fjölbreytt. Sjúklingar sem þar dvelja eru að sækja þjónustu fjarri heimabyggð og geta dvalið ásamt aðstandendum á meðan þeir eru í virkri meðferð. Hjúkrunarfræðingar sinna almennum hjúkrunarviðfangsefnum auk þess að vera til stuðnings og ráðgjafar í meðferðarferlinu. Algengustu hópar sjúklinga sjúkrahótelsins eru; skurð- og krabbameinssjúklingar, meðganga og fæðing, þjónusta við börn, endurhæfing og augnlækningar.
Unnið er í dagvinnu og gert ráð fyrir að viðkomandi sinni bakvöktum eftir að þjálfun lýkur. Upphaf starfs og starfshlutfall er samkomulag.
Íslenska




























































