Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Heilbrigðisstofnun Norðurlands

Hjúkrunarfræðingur/hjúkrunarnemi HSN Sauðárkróki

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) á Sauðárkróki óskar eftir að ráða metnaðarfullan og jákvæðan hjúkrunarfræðing til starfa. Starfið býður upp á fjölbreytt verkefni og tækifæri til starfsþróunar í hlýlegu og uppbyggilegu umhverfi. Ráðningartími og starfshlutfall er skv. samkomulagi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki starfar öflugur hópur starfsfólks þar sem áhersla er lögð á vellíðan á vinnustað, teymisvinnu og tækifæri til vaxta og starfsþróunar.

Sauðárkrókur er blómlegt og fjölskylduvænt samfélag. Leik-, grunn- og framhaldsskóli er á svæðinu ásamt allri helstu þjónustu. Íþrótta- og menningarlíf er sterkt og fjölbreytt tækifæri er til útivistar og náttúrupplifana.

Húsnæðisaðstoð er í boði ef þess er óskað.

Ef ekki tekst að ráða hjúkrunarfræðing kemur til skoðunar að ráða hjúkrunarnema.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Almenn hjúkrun og umönnun  
  • Stuðningur, ráðgjöf og hjúkrunarmeðferð 
  • þátttaka í teymisvinnu, umbótaverkefnum og að vinna að góðri liðsheild 
  • Samstarf við aðra faghópa innan stofnunarinnar 
  • Önnur tilfallandi verkefni skv. beiðni stjórnanda og skv. lögum og reglugerðum 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Fullgilt hjúkrunarpróf og íslenskt starfsleyfi/staðfesting á námi fyrir nema 
  • Reynsla er kostur en ekki skilyrði 
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum  
  • Skipulagshæfni og öguð vinnubrögð 
  • Íslenskukunnátta skilyrði 
  • Frábær samskiptahæfni, jákvæðni og sveigjanleiki 
  • Reynsla og/eða áhugi á teymisstarfi 
  • Faglegur metnaður og lausnamiðun 
  • Gott orðspor og hreint sakavottorð 
Auglýsing birt10. nóvember 2025
Umsóknarfrestur24. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Sauðárkrókur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hjúkrunarfræðingur
Starfsgreinar
Starfsmerkingar