

Hjúkrunardeildarstjóri á göngudeild lyflækninga Fossvogi
Laus er til umsóknar staða hjúkrunardeildarstjóra á göngudeild lyflækninga Fossvogi. Leitað er eftir kraftmiklum hjúkrunarfræðingi með reynslu af stjórnun og hæfni til að leiða árangursríka þjónustu við sjúklinga, efla notendamiðaða nálgun, umbótastarf, öryggismál og uppbyggingu mannauðs í nánu samstarfi við aðra stjórnendur og starfsfólk.
Við sækjumst eftir einstaklingi með hæfni til að leiða þverfaglega teymisvinnu, er hvetjandi og stuðlar að jákvæðum starfsanda. Hjúkrunardeildarstjóri er yfirmaður þjónustu göngudeildarinnar, stýrir daglegum rekstri og er leiðandi um fagleg málefni deildarinnar. Hjúkrunardeildarstjóri starfar í nánu samstarfi við framkvæmdastjóra, forstöðuhjúkrunarfræðing, yfirlækni deildar og aðra stjórnendur þeirra fagstétta sem starfa á göngudeildinni.
Deildin skiptist upp í mismunandi teymi sem sinna sjúklingahópum með ýmis konar sjúkdóma, svo sem lungnasjúkóma, smitsjúkdóma, taugasjúkdóma og ofnæmi. Einnig tilheyrir heimaöndunarteymi, vettvangsteymi og transteymi deildinni.
- Fagleg ábyrgð á uppbyggingu, skipulagi og þróun starfsemi, flæði og gæðum hjúkrunarþjónustu; setur markmið um umbætur og öryggi og tryggir eftirfylgni; stuðlar að þekkingarþróun og kennslu og hvetur til vísindastarfa
- Starfsmannaábyrgð, þ.e. ábyrgð á uppbyggingu mannauðs og daglegri stjórnun starfsfólks á deildinni
- Fjárhagsleg ábyrgð, þ.e. ábyrgð á rekstrarkostnaði deildarinnar
- Hefur forystu um áframhaldandi uppbyggingu, skipulag og þróun deildarinnar í samráði við yfirlækni, forstöðuhjúkrunarfræðing og framkvæmdastjóra
- Þátttaka í umbóta, vísinda- og rannsóknarstarfi
- Hefur forystu um áframhaldandi uppbyggingu, skipulag og þróun deildarinnar í samráði við yfirlækna og forstöðufólk bráða-, lyflækninga- og endurhæfingaþjónustu
- Starfar náið með deildarstjórum hjúkrunar innan sviðsins og er virkur þátttakandi í samstarfi þeirra á milli
- Framfylgir stefnu og áherslum framkvæmdastjórnar Landspítala
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Starfsreynsla sem hjúkrunarfræðingur
- Framhaldsmenntun í hjúkrun eða stjórnun á háskólastigi er kostur
- Farsæl reynsla af stjórnun og rekstri er kostur
- Reynsla og þekking á starfsemi göngudeilda er kostur
- Leiðtogahæfni, áhugi, vilji og reynsla af því að leiða breytingar og umbætur æskileg
- Mjög góð hæfni í samskiptum, jákvætt viðmót og lausnamiðuð nálgun
- Frumkvæði og metnaður til að ná árangri
- Sýn og hæfni til að leiða faglega þróun hjúkrunar og gæða- og öryggismál
- Góð íslensku- og enskukunnátta
Íslenska
Enska




























































