

Heilbrigðisritari/ skrifstofustarf á meðgöngu- og sængurlegudeild
Við óskum eftir jákvæðum og drífandi einstaklingi til starfa á meðgöngu- og sængurlegudeild Landspítala. Starfið felur í sér mikil samskipti og fjölbreytt verkefni. Unnið er í vaktavinnu virka daga frá kl. 07:30-15:30, kl. 15:30-19:30 og aðra hvora helgi.
Deildin er 21 rúma deild og þjónar fjölskyldum eftir fæðingu, sem og annast konur sem þurfa innlögn og náið eftirlit á meðgöngu. Góður starfsandi ríkir á deildinni og mörg tækifæri eru til að vaxa í starfi og styðja við umbætur í þjónustu við skjólstæðinga deildarinnar.
Við tökum vel á móti nýju samstarfsfólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun. Ráðið er í starfið frá 1. janúar 2025 eða eftir samkomulagi.
-
Móttaka og símavarsla á deild
-
Umsjón sjúklingabókhalds deildar
-
Skráning í afgreiðslukerfi og bókanir í rannsóknir, aðgerðir og endurkomur
-
Aðstoð við pantanir og birgðahald á deild
-
Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu
-
Heilbrigðisritaramenntun æskileg og/ eða reynsla af ritarastörfum á Landspítala er kostur
-
Góðir skipulags- og samskiptahæfileikar, þjónustulipurð og jákvæðni
-
Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði í starfi og geta til að vinna undir álagi
-
Krafa um góða tölvukunnáttu
-
Góð íslensku- og enskukunnátta
Íslenska
Enska






















































