Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Heilbrigðisgagnafræðingur - Heilsugæslan Glæsibæ

Heilsugæslan Glæsibæ leitar að jákvæðum og drífandi heilbrigðisgagnafræðingi til að koma til liðs við okkur. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt í starfsumhverfi sem er í stöðugri þróun. Um er að ræða 80-100% ótímabundið starf og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

Á Heilsugæslunni starfar sérhæft og metnaðarfullt starfsfólk í hvetjandi og áhugaverðu starfsumhverfi þar sem frumkvæði og sjálfstæði fær að njóta sín. Hjá okkur ríkir góður starfsandi og áhersla er lögð á náið samstarf fagstétta og teymisvinnu.

Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ber ábyrgð á ritun og umsýslu sjúkragagna vegna skjólstæðinga og í samvinnu við annað samstarfsfólk
  • Sér um móttöku, skráningu, skönnun og meðferð gagna í sjúkraskrárkerfinu Sögu
  • Sinnir lyfjaendurnýjun í lyfjasíma og Heilsuveru
  • Kemur að flokkun og svörun fyrirspurna í Heilsuveru
  • Samskipti við skjólstæðinga, aðrar heilbrigðisstofnanir, tryggingarfélög, lögfræðinga og fleiri
  • Aðstoðar í móttöku eftir þörfum
  • Önnur tilfallandi störf

Viðkomandi þarf í sumum tilfellum að opna heilsugæslustöðina að morgni og er því vinnutími frá kl. 8.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Nám í heilbrigðisgagnafræði 
  • Starfsleyfi frá Embætti landlæknis
  • Reynsla af ritarastarfi æskileg
  • Þekking og reynsla af upplýsinga- og skjalastjórnun
  • Reynsla og þekking af Sögukerfi æskilegt
  • Reynsla af Heilsugátt kostur
  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar, rík þjónustulund og jákvætt hugafar
  • Skipulagshæfni, sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð
  • Góð almenn tölvukunnátta skilyrði
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði
  • Góð almenn enskukunnáttu
Auglýsing birt4. nóvember 2025
Umsóknarfrestur14. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Álfheimar 74, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Samskipti í símaPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar