Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Sérfræðingur í klínískri sálfræði - Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar að sérfræðingi í klínískri sálfræði í tímabundið starf hjá Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna.

Í boði er að vinna í frábæru þverfaglegu teymi á sérsviði ADHD fullorðinna, sem býður upp á fjölbreytt tækifæri fyrir þá sem vilja taka þátt í uppbyggingu og þróun þjónustunnar á Íslandi.

Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna er þverfaglegt teymi sem starfar á landsvísu, og veitir 2. stigs þjónustu fyrir einstaklinga 18 ára og eldri. Þjónustan byggir á sérþekkingu, þar sem áhersla er lögð á þverfaglega samvinnu teymisins og samstarfsaðila í 1. og 3. línu. Teymið leitar að öflugum einstakling sem vill taka þátt í að byggja upp starfsemina.

Meginverkefni teymis er greining, endurmat, og meðferð vegna ADHD hjá fullorðnum auk þess að veita ráðgjöf og fræðslu sem byggir á sérþekkingu. Teymið vinnur eftir vinnulagi Embættis landlæknis þar sem fagleg gæði og gott viðmót eru höfð að leiðarljósi og einstaklingurinn er ávallt í fyrirrúmi

Ef þú vilt vinna í öflugu teymi sem leggur áherslu á samvinnu, fagleg gæði og jákvæðan starfsanda, er þetta einstakt tækifæri.

Um er að ræða 100% tímabundið starf til 1.árs. Starfið er laust nú þegar eða eftir nánara samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Greining og mat á ADHD hjá fullorðnum með viðurkenndum greiningaraðferðum
  • Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu 
  • Fræðsla, ráðgjöf og stuðningur við notendur þjónustunnar og aðstandendur þeirra
  • Ráðgjöf, handleiðsla og stuðningur fyrir starfsmenn teymisins
  • Samstarf við aðrar stofnanir og þjónustuveitendur
  • Þátttaka í gæða-, og umbótastarfi teymisins
  • Þátttaka í þróun og uppbyggingu sálfræðiþjónustu innan sérgreinar
  • Önnur verkefni tengd sálfræðiþjónustu
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt sérfræðileyfi í klínískri sálfræði skv. reglugerð nr. 158/1990 eða nr. 1130/2012
  • Víðtæk reynsla af sálfræðilegu mati og greiningu ADHD hjá fullorðnum og gagnreyndri sálfræðilegri meðferð
  • Reynsla á greiningu annarra taugaþroskaraskanna er kostur
  • Reynsla af handleiðslu, kennslu og umbótavinnu
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og jákvæðni
  • Geta til að sýna frumkvæði, sjálfstæði og faglega ábyrgð í starfi
  • Áhugi og metnaður til að ná árangri
  • Góð íslenskukunnátta
  • Góð almenn tölvukunnátta
Fríðindi í starfi
  • Heilsueflingarstyrkur
  • Tækifæri til sí- og endurmenntunar
  • Samgöngustyrkur
Auglýsing birt4. nóvember 2025
Umsóknarfrestur12. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Vegmúli 3, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar