

Yfirlæknir myndgreiningardeildar
Landspítali auglýsir eftir metnaðarfullum og framfarasinnuðum yfirlækni sem er reiðubúinn að leiða og efla starfsemi einingarinnar auk þess tryggja árangursríkt mennta- og vísindastarf. Starfið er unnið í nánu samstarfi við deildarstjóra myndgreiningarþjónustu, forstöðumann og aðra stjórnendur á myndgreiningarþjónustu auk læknisfræðilegan eðlisfræðings og skv. gildandi skipuriti spítalans. Viðkomandi þarf að búa yfir afburða samskiptahæfni og hafa hæfni til að takast á við breytingar. Starfshlutfall er 100% og er starfið laust frá 1. febrúar 2025 eða skv. nánara samkomulagi.
Innan myndgreiningarþjónustunnar starfa um 140 manns sem vinna í samhentu teymi reyndra starfsmanna í nánu samstarfi við aðrar deildir spítalans.
-
Ber faglega, fjárhagslega og starfsmannaábyrgð á myndgreiningardeildar Landspítala í samráði við deildarstjóra og forstöðumann
-
Tryggir að öryggis-, gæða- og umbótastarfi sé framfylgt
-
Tryggir árangursríkt mennta- og vísindastarf innan starfseiningar
-
Þróar þjónustu innan ábyrgðarsviðs með áherslu á samhæfingu við aðra starfsemi kjarnans
-
Ber læknisfræðilega ábyrgð á starfsemi einingar í samræmi við stefnu Landspítala
-
Ber ábyrgð á stefnumótun og áætlanagerð sérgreinar með það að markmiði að hún sé hagkvæm og innan rekstrarviðmiða hvers árs
-
Framfylgir stefnumótun og áherslum framkvæmdastjórnar
-
Íslenskt sérfræðileyfi í myndgreiningu
-
Veruleg starfsreynsla sem sérfræðingur í myndgreiningu
-
Stjórnunarreynsla á myndgreiningardeildum sjúkrahúsa er kostur
-
Þekking og reynsla af öryggis-, gæða- og umbótastarfi
-
Reynsla af vísinda-, kennslu- og þróunarstarfi er kostur
-
Færni í stjórnunarhlutverki. þ.e. fagleg ábyrgð, starfsmannaábyrgð og fjárhagsleg ábyrgð
-
Jákvætt lífsviðhorf, lausnarmiðuð nálgun og framúrskarandi samskiptahæfni
-
Frumkvæði, drifkraftur og stefnumarkandi hugsun

























































