

Hjúkrunarfræðingur - dag- og göngudeild Hjartagátt
Viltu vera hluti af framúrskarandi teymi sem vinnur að því að bæta líf hjartasjúklinga?
Dag- og göngudeild Hjartagáttar við Hringbraut leitar eftir reyndum og áhugasömum hjúkrunarfræðingi til að styrkja okkar frábæra teymi. Þetta er einstakt tækifæri til að þróa með þér faglega þekkingu á sérhæfðu sviði og hafa raunveruleg áhrif á líðan hjartasjúklinga og fjölskyldna þeirra. Ráðið verður í starfið frá 1. desember 2025 eða eftir samkomulagi.
Á Hjartagátt starfar um 30 manna samheldinn hópur. Á deildinni er veitt þjónusta við hjartasjúklinga sem þurfa að undirgangast inngrip eins og hjartaþræðingar, gangráðsísetningar, brennsluaðgerðir, rafvendingar og fleira. Á deildinni eru starfandi sérhæfðar göngudeildir eins og göngudeild hjartabilunar og göngudeild kransæðasjúklinga.
Hjartagátt er dag- og göngudeild og er opin frá kl. 7:30-20:00 alla virka daga
Af hverju að velja okkur?
Fagleg tækifæri
- Einstaklingsmiðuð aðlögun undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga
- Sjálfstæð vinnubrögð í krefjandi og fjölbreyttu starfi
- Tækifæri til að þróa sérhæfða þekkingu í hjúkrun hjartasjúklinga
Frábær vinnustaður
- 36 stunda vinnuvika í fullri dagvinnu
- Betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs
- Náið samstarf við þverfaglegt teymi






























































