
Sjúkraliðar og starfsfólk í aðhlynningu á hjúkrunardeildir - HSN Sauðárkrókur
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Sauðárkróki óskar eftir sjúkraliðum og öðru starfsfólki við aðhlynningu á hjúkrunardeildir. Ráðningartími er skv. samkomulagi en í boði er bæði tímabundin og ótímabundin störf. Starfshlutfall er skv. samkomulagi.
Við Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki starfar samhentur hópur starfsfólks sem leggur sitt að mörkum til að þjónusta samfélagið á sem bestan hátt. Vinnustaðurinn leggur áherslu á að vera vinalegur, styðja starfsfólk sitt og mæta því á fjölbreyttan hátt.
Í Skagafirði eru öll skólastig, frá leikskóla og upp í háskóla. Skagafjörður er útivistar paradís og þar er úrval gönguleiða, gott skíðasvæði og frábær golfvöllur. Hestamennska á sér fastan sess í héraðinu og í boði eru ótal reiðleiðir. Íþróttalífið er í miklum blóma og má þar nefna körfubolta, fótbolta, frjálsar, júdó, sund, golf, skíði, blak og margt fleira.
-
Umönnun einstaklinga í samvinnu við aðra fagaðila
-
Þátttaka í teymisvinnu
-
Önnur tilfallandi störf skv. beiðni næsta stjórnanda
-
Íslenskt sjúkraliðaleyfi ef við á
-
Íslenskukunnátta skilyrði
-
Reynsla er kostur en ekki skilyrði
-
Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
-
Frábær samskiptahæfni, jákvæðni og sveigjanleiki
-
Reynsla og/eða áhugi á teymisstarfi
-
Faglegur metnaður og lausnamiðuð hugsun
-
Gott orðspor og hreint sakavottorð
Íslenska










