Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Teymisstjóri óskast á íbúðakjarna í Grafarvogi

Teymisstjóri vinnur eftir stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum fatlaðs fólks við að efla færni íbúa, styðja við sjálfstæði með ákvarðanastuðningi, stuðla að jákvæðri sjálfsmynd og auknum lífsgæðum.

Þjónusta við íbúa er einstaklingsmiðuð og aðlöguð að breytilegum þörfum og aðstæðum íbúa. Teymisstjóri starfar í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, gildandi lög og reglugerðir í málefnum fatlaðs fólks og félagsþjónustu og önnur viðeigandi lög.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Leiðir teymi íbúa og útdeilir verkefnum til starfsfólks í samráði við forstöðumann.
  • Hefur umsjón með fjármálum, heilsufarsmálum og daglegri þjónustu við íbúa í samráði við forstöðumann.
  • Starfar í teymi stjórnenda íbúðakjarnans ásamt forstöðumanni og öðrum teymisstjórum.
  • Gerð og eftirfylgd einstaklingsbundinna þjónustuáætlana.
  • Leiðsögn til starfsmanna um framkvæmd þjónustu við íbúa.
  • Þátttaka í þróunar- og umbótastarfi í samstarfi við forstöðumann.
  • Samráð og samvinna við íbúa, aðstandendur, starfsfólk og aðra þjónustuaðila íbúa.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði félags-, heilbrigðis- og/eða menntavísinda sem nýtist í starfi.
  • Reynsla og þekking á þjónandi leiðsögn, hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og valdeflingu.
  • Reynsla af starfi með fötluðu fólki.
  • Reynsla af starfi með einstaklingum með flóknar og fjölbreyttar þjónustu- og heilbrigðisþarfir.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og leiðtogahæfni.
  • Frumkvæði, skipulagshæfni, sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Góð íslenskukunnátta. B2 eða hærra samkvæmt samevrópskum matsramma
  • Góð almenn tölvukunnátta.
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar.
Fríðindi í starfi
  • Sund og menningarkort Reykjavíkurborgar
  • Heilsustyrkur
  • Samgöngustyrkur
Auglýsing birt10. nóvember 2025
Umsóknarfrestur2. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar