Heilsuvernd ehf.
Heilsuvernd ehf.

Sjúkraþjálfari óskast til starfa

Heilsuvernd er skipuð sérhæfðu og metnaðarfullu starfsfólki sem leggur áherslu á faglega og framúrskarandi þjónustu. Heilsuvernd er einkarekið og ört stækkandi fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem hefur sérhæft sig í heilsu- og vinnuverndarstörfum, almennri heilsugæsluþjónustu og heilbrigðisþjónustu fyrir hjúkrunarheimili. Markmið Heilsuverndar er að hafa jákvæð áhrif á lífsgæði fólks og efla heilbrigði og vellíðan.

Við ætlum að fjölga í teyminu og óskum því eftir að ráða metnaðarfullan sjúkraþjálfara tengt heilsu- ,vinnuverndar-, og öldrunarþjónustu. Við leitum að einstaklingi sem hefur jákvæðni og góð samskipti að leiðarljósi, er sjálfstæður í vinnubrögðum en um leið hluti af sterku teymi. Ef þú ert árangursdrifinn og metnaðarfullur sjúkraþjálfari, tilbúinn að takast á við áskoranir þá gæti þetta verið tækifæri fyrir þig.

Um er að ræða stöðugildi þar sem starfshlutfall getur verið á bilinu 70-100% þar sem unnið er á dagvinnutíma og er starfsaðstaða í Urðarhvarfi í Kópavogi og á Vífilsstöðum í Garðabæ.

Hjá Heilsuvernd leggjum við okkur fram um að skapa glaðlegt og gott vinnuumhverfi, þar sem jákvæðni, góð samskipti og lipurð í þjónustu er ríkjandi auk þess sem við leggjum mikinn metnað í að veita framúrskarandi og faglega þjónustu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þjálfun og meðferð einstaklinga
  • Skipulag hópþjálfunar
  • Fræðsla til skjólstæðinga
  • Vinna í þverfaglegu teymi
  • Þátttaka í  þróun verkefna og þjónustu
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Löggilt sjúkraþjálfarapróf og starfsleyfi landlæknis
  • Jákvætt viðhorf og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæði í starfi og skipulögð vinnubrögð
  • Hæfni til þess að vinna í þverfaglegu teymi 
  • Framsækni og metnaður til að ná árangri í starfi
  • Reynsla og/þekking á meðferð og greiningu stoðkerfissjúkraþjálfunar er kostur
  • Reynsla af starfi með öldruðum er kostur
  • Almenn tölvukunnátta.
  • Góð íslenskukunnátta, bæði talað og skrifað mál
Auglýsing birt4. nóvember 2025
Umsóknarfrestur23. nóvember 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Vífilsstaðavegur 123, 210 Garðabær
Urðarhvarf 14, 203 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar