
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður
Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga með heilsubrest sem stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði.
VIRK hefur í samstarfi við fagaðila, fyrirtæki og stofnanir skilað samfélagslegum ávinningi með aukinni þátttöku einstaklinga á vinnumarkaði og er leiðandi í rannsóknum og þróun á sviði starfsendurhæfingar. Að VIRK standa öll helstu samtök launamanna og atvinnurekenda á vinnumarkaði.
VIRK er metnaðarfullur vinnustaður þar sem lögð er áhersla á jákvæðan starfsanda og sterka liðsheild. VIRK kappkostar að skapa jákvæða menningu með traustu fagfólki. Gildi VIRK eru Fagmennska, Virðing og Metnaður og er starfsfólk hvatt til að hafa gildin að leiðarljósi í störfum sínum.

Ráðgjafi VIRK á Akureyri
VIRK leitar að metnaðarfullum einstaklingi í starf ráðgjafa með starfsstöð á Akureyri. Um er að ræða mjög fjölbreytt en jafnframt gefandi starf og einstakt tækifæri til þátttöku í þróun og þjónustu á sviði starfsendurhæfingar á vinnumarkaði. Umsækjendur þurfa að hafa víðtæka reynslu og þekkingu á einstaklingsráðgjöf og atvinnulífi. Um fullt starf er að ræða en hlutastörf koma einnig til greina. Skilyrði er heilbrigðismenntun og starfsleyfi frá landlækni auk góðrar kunnáttu í íslensku.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ráðgjöf, stuðningur og hvatning við einstaklinga með skerta starfsgetu
- Upplýsingaöflun, skráning og mat samkvæmt gildandi verkferlum
- Umsjón og eftirfylgd með einstaklingsbundnum áætlunum sem gerðar eru í samvinnu við þverfagleg teymi VIRK
- Vinnur í nánu samstarfi við sérfræðinga VIRK, fagaðila í starfsendurhæfingu og vinnustaði
- Samskipti við stéttarfélög og atvinnurekendur
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun á sviði heilbrigðisvísinda og starfsleyfi frá landlækni, s.s. á sviði félagsráðgjafar, hjúkrunar, iðjuþjálfunar, sálfræði eða sjúkraþjálfunar
- Víðtæk reynsla og þekking á sviði einstaklingsráðgjafar og/eða starfsendurhæfingar
- Framúrskarandi samskiptahæfni, jákvætt viðmót og þjónustulund
- Sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Skipulagshæfni og kostnaðarvitund
- Góð þekking á vinnumarkaði
- Hreint sakavottorð
- Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti
Auglýsing birt31. október 2025
Umsóknarfrestur17. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Skipagata 14, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
Mannleg samskipti
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)

Aðstoðarhjúkrunardeildarstjóri - Laugarás (Tímabundið starf)
Hrafnista

Söluráðgjafi á heilbrigðissviði
Fastus

Hjúkrunarfræðingur - Geðheilsumiðstöð barna
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Sviðsstjóri meðferðarsviðs hjá Fangelsismálastofnun ríkisins
Fangelsismálastofnun ríkisins

Hjúkrunarfræðingur - Innrennsliseining dagdeildar gigtar
Landspítali

Senior Training Specialist / Sérfræðingur í þjálfun og gæðamálum
Alvotech hf

Hjúkrunarfræðingar - Hrafnista Nesvellir
Hrafnista

Verkefnastjóri með ábyrgð á velferðarúrræðum - Þjónusta og úrræði
Hafnarfjarðarbær

Hjúkrunarfræðingur - Sjúkrahótel við Hringbraut
Landspítali

Ráðgjafi á meðferðarheimilinu Lækjarbakka
Barna- og fjölskyldustofa

Vinnuverndarfulltrúi
Landspítali

Ert þú kennari? þá er þetta starfið fyrir þig
Leikskólinn Sjáland