Landsvirkjun
Við hjá Landsvirkjun vinnum rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum og rekum 15 vatnsaflsstöðvar, þrjár jarðvarmastöðvar og tvær vindmyllur í rannsóknaskyni, á fimm starfssvæðum víðs vegar um land. Höfuðstöðvar okkar eru í Reykjavík.
Við leggjum áherslu á að byggja upp metnaðarfullt starfsumhverfi sem nærir öfluga liðsheild, árangur og hvetjandi starfsanda.
Við tryggjum starfsfólki góðan aðbúnað og sveigjanleika til að einfalda og auðvelda heilbrigða samþættingu vinnu og einkalífs. Stöðugt er hlúð að vellíðan og farsæld starfsfólks og unnið með heilsutengdar forvarnir, öryggi og vinnuvernd.
Við fögnum fjölbreytileikanum og leggjum áherslu á jafnrétti í öllum okkar störfum.
Sérfræðingur í reikningshaldi
Framtíðarsýn okkar er sjálfbær heimur, knúinn endurnýjanlegri orku. Í þeirri vegferð leggjum við allt kapp á að fara áfram vel með þá fjármuni sem okkur er treyst fyrir. Við leitum að liðsinni í því verkefni og auglýsum eftir viðskiptafræðingi eða viðurkenndum bókara til að starfa í deild reikningshalds. Sameiginlegt verkefni deildarinnar er að styðja við vegferð Landsvirkjunar og felur í sér samvinnu við starfsfólk þvert á fyrirtækið.
Eitt af verkefnum deildarinnar er að þróa notkun nýs bókhaldskerfis og opna þar fyrir spennandi og skemmtileg tækifæri.
Helstu verkefni og ábyrgð
- almenn bókhaldsstörf
- þróun og sjálfvirknivæðing á stafrænum ferlum
- önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- menntun sem nýtist í starfi
- þekking og reynsla af færslu bókhalds er skilyrði
- áhugi á tækni og stafrænni þróun
- góð samskiptahæfni, þjónustulund og ánægja af teymisvinnu
- skipulagsfærni, frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum
Auglýsing birt23. janúar 2025
Umsóknarfrestur3. febrúar 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Katrínartún 2, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
AfstemmingFrumkvæðiMannleg samskiptiReikningagerðSjálfstæð vinnubrögðSkipulagUppgjör
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (4)
Sambærileg störf (12)
Við leitum að liðsauka í Fjallabyggð
Arion banki
Sérfræðingur í launaafgreiðslu
Fjársýslan
Sérfræðingur í upplýsingaöryggi
Íslandsbanki
Bókari
Flóki Invest
Sérfræðingur í greiningum og uppgjörum á fjármálasviði
Veðurstofa Íslands
Deildarstjóri dagvörudeildar
Artasan
Sérfræðingur - Fyrirtækjaráðgjöf
Landsbankinn
Gjaldkeri
Síldarvinnslan hf.
Bókhald - Laun - Fjármál
Rafkaup
Sumarstarf á skrifstofu
Álfasaga ehf
Sumarstörf 2025 - háskólanemar
Landsnet hf.
Sumarstörf 2025 - Höfuðstöðvar og útibú
Íslandsbanki