Sérfræðingur í upplýsingaöryggi
Við leitum að metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingi í framtíðarstarf til þess að vinna með Öryggisstjóra Íslandsbanka. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni sem snúa að öryggis- og gæðamálum, eftirliti með stöðu öryggismála og ráðgjöf vegna öryggismála.
Leitað er að aðila sem hefur ástríðu fyrir að einfalda flókna hluti, hefur góða skipulags- og samskiptahæfni og brennandi áhuga á öryggis- og gæðamálum.
Áhættustýring er svið innan Íslandsbanka sem stuðlar að upplýstri ákvarðanatöku og sterkri áhættuvitund stjórnar, stjórnenda og starfsmanna bankans. Öryggisstjóri Íslandsbanka starfar innan Áhættustýringar og hefur það hlutverk m.a. að hafa yfirsýn- yfir öryggismál bankans, öryggisþjálfun og skýrslugjöf til stjórnenda og stjórnar. Öryggisstjóri stuðlar að sterkri liðsheild, góðum samskiptum og framúrskarandi öryggismenningu.
- Eftirlit með bestu framkvæmd öryggismála og hlítni bankans við ytri kröfur
- Viðhald og yfirsýn tengd hlítingu laga er varða öryggismál
- Umsýsla og eftirfylgni öryggisatvika
- Úttektir og prófanir á virkni öryggisvarna, öryggisvöktunar og viðbrögðum við öryggistengdum atburðum
- Viðhald á viðbúnaðarumgjörð bankans vegna rekstrarsamfellu
- Skjala- og skýrslugerð
- Þróun mælaborða
- Háskólamenntun og reynsla sem nýtist í starfi, t.d. tölvunarfræði, lögfræði eða verkfræði
- Frumkvæði, samskiptafærni, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
- Greiningarhæfni og lausnamiðuð nálgun
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta