Fjársýslan
Fjársýslan

Sérfræðingur í launaafgreiðslu

Fjársýslan óskar eftir að ráða sérfræðing á mannauðssvið. Framundan eru spennandi verkefni er tengjast launakerfi ríkisins þar sem áhersla er lögð á aukna skilvirkni, áreiðanleika, gagnaöryggi og virðisauka fyrir viðskiptavini. Viðkomandi mun sinna fjölbreyttum verkefnum allt frá móttöku gagna til úrvinnslu fullunninna launagagna. Leitað er eftir töluglöggum, nákvæmum og skipulögðum einstaklingi sem er tilbúin að starfa í fjölbreyttu umhverfi, þar sem áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð og vandaða þjónustu. Á mannauðssviði Fjársýslunnar starfar hópur sérfræðinga við launavinnslu, launkeyrslu og mannauðsráðgjöf til ríkisaðila.

Fjársýslan er þjónustu- og þekkingarstofnun á sviði opinberra fjármála. Stofnunin veitir ríkisaðilum fjölbreytta þjónustu og ráðgjöf á sviði fjármála og mannauðsmála. Fjársýslan leggur áherslu á að skapa virði fyrir viðskiptavini og greiða leið fyrir bætta þjónustu ríkisins. Upplýsingar um starfsemi Fjársýslunnar má finna á https://island.is/s/fjarsyslan.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Launavinnsla fyrir ríkisaðila
  • Greining á tækifærum til umbóta
  • Framþróun ferla, verklags og stafrænna verkefna
  • Fræðsla, virðisaukandi ráðgjöf og miðlun upplýsinga
  • Upplýsingavinnsla úr launakerfinu
  • Samskipti við ríkisaðila
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla og þekking á sviði launakerfa er kostur
  • Góð þekking á Excel
  • Rík þjónustulund og samskiptahæfni
  • Skipulagsfærni, frumkvæði og nákvæmni í starfi
  • Mjög góð greiningarhæfni, gagnrýnin og lausnamiðuð hugsun
  • Gott vald á íslensku og ensku
Auglýsing birt24. janúar 2025
Umsóknarfrestur3. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Katrínartún 6
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar