Origo hf.
Origo er nýsköpunarfyrirtæki sem veitir þríþætt framboð í upplýsingatækni: rekstrarþjónustu, hugbúnað og notendabúnað. Við trúum að „betri tækni bæti lífið“ og erum stöðugt að þróa lausnir með það markmið að tryggja árangur viðskiptavina okkar. Origo er leiðandi samstarfsaðili fyrirtækja, opinberra aðila og einstaklinga á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 500 einstaklingar, þar af yfir 200 í hugbúnaðartengdri starfsemi.
Það er stefna Origo að vera fyrsta val hjá einstaklingum sem trúa því að betri tækni bæti lífið. Við kunnum að meta einlægni, forvitni og lausnarmiðað hugarfar í bland við alls konar tæknifærni. Við byggjum á liðsheild og leggjum áherslu á að ýta undir styrkleika hvors annars og þróast áfram.
Saman breytum við leiknum!
Ráðgjafi í launalausnum Kjarna
Hugbúnaðarlausnir Origo leita að lausnamiðuðum einstaklingi með reynslu á sviði launamála til að taka þátt í vinnu við Kjarna, mannauðs- og launalausn Origo. Ráðgjafar í Kjarna starfa á skrifstofum Origo í Reykjavík og á Akureyri.
Ef þú býrð yfir góðri þekkingu á sviði launavinnslu og hefur áhuga á að vinna í skemmtilegu umhverfi með góðum samstarfsfélögum og fjölbreyttum hópi viðskiptavina þá gæti þetta starf verið kjörið fyrir þig!
Helstu verkefni og ábyrgð
- Innleiðing á launalausnum Origo hjá nýjum viðskiptavinum
- Ráðgjöf og þjónusta til núverandi viðskiptavina
- Þátttaka í þróun og útfærslu á nýjum lausnum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Minnst þriggja ára reynsla af launavinnslu og launabókhaldi er skilyrði
- Þekking á Kjarna, SAP eða öðrum sambærilegum launakerfum
- Góð greiningarhæfni og geta til að leysa úr flóknum úrlausnarefnum
- Nákvæm og öguð vinnubrögð
- Góð almenn tæknikunnátta og færni á Excel
- Skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi
- Góð samskiptarhæfni og mikil þjónustulund
Fríðindi í starfi
- Sveigjanlegur vinnutími
- Öflug velferðar-og heilsustefna
- Styrkir s.s. íþróttastyrkur, samgöngustyrkur o.fl.
- Framúrskarandi vinnuaðstaða
- Frábær afþreyingaraðstaða og mötuneyti
Auglýsing birt16. janúar 2025
Umsóknarfrestur26. janúar 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Borgartún 37, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Almenn tæknikunnáttaLaunavinnslaMicrosoft ExcelSAPSjálfstæð vinnubrögðÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)
Launafulltrúi
Landspítali
Gæðastjóri í heilbrigðisþjónustu
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Einingaverksmiðjan leitar að verkefnastjóra framleiðslu
Einingaverksmiðjan
Premium of Iceland óskar eftir bókara
Premium of Iceland ehf.
Staða sérfræðings í launadeild
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Launaráðgjafi á launaskrifstofu
Reykjavík - Mannauðs- og starfsumhverfissvið
Verkefnastjóri
Sveitarfélagið Skagafjörður
Sérfræðingur í upplifun viðskiptavina
Pósturinn
Verkstjóri í framleiðslu hjá Þykkvabæjar ehf. / Foreman in p
Sómi
Engineering Manager, Reykjavik
Asana
Starf í viðskiptaþjónustu Löggiltra endurskoðenda ehf
Löggiltir endurskoðendur ehf
Sérfræðingur í launavinnslu
Air Atlanta Icelandic