Forstöðumaður upplýsingatækniþjónustu Origo
Vilt þú móta tækniþjónustu framtíðarinnar?
Við leitum að framsæknum og þjónustudrifnum leiðtoga upplýsingatækniþjónustu Origo sem er tilbúinn að mæta áskorunum í síbreytilegum heimi tækninnar og veit hvað það er að ná árangri í krefjandi samkeppnisumhverfi.
Hver erum við
-
Við erum nýsköpunarfyrirtæki sem veitir framúrskarandi þjónustu á sviði upplýsingatækni
-
Við erum markmiðadrifin og með áherslu á stöðugar umbætur og skilvirka teymisvinnu
-
Við leggjum áherslu á skapandi hugsun, samvinnu og árangur
-
Við setjum öryggi í upplýsingatæknirekstri í hæsta forgang
Að hverju erum við að leita?
-
Við leitum að markmiðadrifnum leiðtoga sem getur leitt fjölbreytt teymi sérfræðinga til árangurs
-
Við leitum að einstaklingi sem brennur fyrir framúrskarandi þjónustu og kemur auga á tækifæri til umbóta
-
Við leitum að manneskju sem deilir með okkur ástríðu fyrir upplýsingatækniöryggi
Hvað kemur þú til með að gera?
-
Þú munt leiða teymi sérfræðinga í upplýsingatæknirekstri sem samanstendur af um 60 einstaklingum í þjónustumiðju, kerfisstjórnun og netrekstri með dyggum stuðningi hópstjóra og annara stjórnenda sviðsins
-
Þú munt bera ábyrgð á tekjumyndun og afkomu í rekstrarþjónustu upplýsingatækni hjá Origo og samningagerð við lykilviðskiptavini
-
Þú munt stýra mótun á þjónustuframboði, stefnu og áherslum teymisins
Hæfni sem þú þarft að hafa
-
Yfirgripsmikla reynslu af stjórnun sérhæfðra teyma
-
Grunnþekkingu á þörf íslenskra fyrirtækja á rekstarþjónustu í upplýsingatækni
-
Reynslu af samningagerð
-
Framúrskarandi samskiptahæfni
-
Næmt auga fyrir umbótum og reynslu af því að leiða breytingar
Það sem við bjóðum
-
Gagnkvæmt traust og sveigjanleika í starfi
-
Heilbrigðan vinnustað með gott mötuneyti og líkamsrækt
-
Fyrsta flokks tækni, frábært starfsumhverfi og öflugt félagslíf
-
Hvatningu til að þróast í starfi og bæta við þig þekkingu
-
Hjá okkur færðu tækifæri til að taka þátt í að þróa áfram spennandi lausnir með tæknina að vopni
-
Öfluga velferðar-og heilsustefnu
Um Origo
Origo er þekkingar- og nýsköpunarfyrirtæki í upplýsingatækni. Sérhæfing okkar felst í því að skapa og reka örugga innviði og þróa lausnir sem hagræða og einfalda fólki dagleg störf. Betri tækni sem bætir líf fólks. Hjá okkur starfa um 260 manns sem stöðugt þróa lausnir með það markmið að tryggja árangur viðskiptavina okkar, sem eru um þúsund talsins.
Umsóknarfrestur er til og með 26.janúar nk.
Allar umsóknir og fyrirspurnir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og þeim svarað.
Nánari upplýsingar veitir Ottó Freyr Jóhannsson, framkvæmdastjóri Þjónustulausna (otto@origo.is).
Ef þú hefur brennandi áhuga á forystu og tækni, hvetjum við þig til að sækja um og taka þátt í vegferðinni með okkur.