Pósturinn
Pósturinn
Pósturinn

Sérfræðingur í upplifun viðskiptavina

Hefur þú brennandi áhuga á framúrskarandi þjónustu og þjónustuupplifun?

Pósturinn leitar að framsæknum aðila til að leiða þverfagleg verkefni er varða upplifun viðskiptavina. Viðkomandi þarf að bera skynbragð á þarfir og óskir viðskiptavina og tryggja að ákvarðanir sem teknar eru, séu gagnadrifnar og byggðar á rannsóknum/könnunum. Nauðsynlegt er að hafa þekkingu á stafrænni umbreytingu og áhuga á nýjum lausnum til að veita framúrskarandi þjónustu.

Sérfræðingur í upplifun viðskiptavina heyrir undir framkvæmdastjóra viðskiptavina og starfar á sviði Viðskiptavina.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Þjónustumælingar og úrvinnsla gagna sem tengjast viðskiptavinum.
  • Yfirsýn yfir helstu þætti í stafrænni umbreytingu og ferðalag viðskiptavinarins
  • Stefnumótun, aðgerðaáætlun og lykilmælikvarðar fyrir samræmda upplifun þvert á sölu, þjónustu og markaðsmál
  • Útfærsla og stýring umbótaverkefna með það að markmiði að skapa framúrskarandi upplifun viðskiptavina
  • Uppspretta nýrra hugmynda sem bæta þjónustu og stuðla að ánægju viðskiptavina
  • Þátttaka í umbótaverkefnum þvert á Póstinn til að tryggja góða upplifun viðskiptavina

Menntunar og hæfnikröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði viðskiptafræði, verkefnastýringar, verkfræði eða í tengdum greinum
  • Gott gagnalæsi og reynsla af vinnslu, framsetningu og greiningu gagna
  • Reynsla af því að leiða umbótaverkefni
  • Reynsla af innleiðingu og vinnu með stafrænar lausnir sem bæta upplifun viðskiptavina
  • Frumkvæði og kraftur til að hrinda hugmyndum í framkvæmd
  • Framúrskarandi samskipta- og skipulagshæfni

Fríðindi í starfi

  • Árlegur heilsustyrkur
  • Samgöngustyrkur vegna vistvænna samgangna til og frá vinnu
  • Styrkur vegna krabbameinsleitar
  • Niðurgreiddur hádegismatur

Umsóknarfrestur er til og með 26. janúar 2025. Öllum umsækjendum verður svarað og farið er með umsóknir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ósk Heiða Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptavina, í tölvupósti – osks@postur.is.

Hjá Póstinum starfar lausnamiðað starfsfólk sem tekur fagnandi á móti síbreytilegum áskorunum þar sem liðsheild, þjálfun og góður starfsandi er í forgrunni. Pósturinn leggur sitt lóð á vogarskálar til að stuðla að sjálfbærni og hefur uppfyllt öll markmið Grænna skrefa. Pósturinn er jafnlaunavottað fyrirtæki.

Sæk

Auglýsing birt15. janúar 2025
Umsóknarfrestur26. janúar 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Höfðabakki 9, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.GagnagreiningPathCreated with Sketch.HugmyndaauðgiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.StefnumótunPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar