Landsvirkjun
Landsvirkjun
Landsvirkjun

Sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða

Viltu greina markaði með okkur?

Við leitum að hæfileikaríkum liðsfélaga í spennandi vegferð í átt að grænum heimi og aukinni verðmætasköpun. Starfið er á sviði sölu og þjónustu, í teymi viðskiptagreiningar og þróunar markaða. Hlutverk teymisins er að greina viðskiptaumhverfi Landsvirkjunar og fylgjast með stöðu og þróun á þeim mörkuðum sem snerta fyrirtækið, ásamt því að miðla þekkingu um virkni orkumarkaða með opnum fundum og annarri fræðslu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Greina markaði. t.d. innlenda og erlenda orkumarkaði og þá markaði sem viðskiptavinir okkar starfa við
  • Greina fyrirkomulag raforkuviðskipta hérlendis
  • Veita ráðgjöf innanhúss sem tengist viðskiptaumhverfi fyrirtækisins
  • Samskipti við hagaðila
  • Framsetning gagna og kynningar
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d.verkfræði, hagfræði eða viðskiptafræði
  • Reynsla af greiningum og framsetningu gagna
  • Önnur reynsla sem nýtist í starfi, t.d. úr orkugeira, fjármálageira eða viðskiptum almennt
  • Drifkraftur, frumkvæði og skipulagsfærni
  • Samskiptafærni og jákvætt viðmót
  • Sjálfstæð vinnubrögð og lausnamiðuð hugsun

Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynnningarbréf sem rökstyður hæfni umsækjanda í starfið.

Hjá Landsvirkjun leggjum við áherslu á öfluga liðsheild og góðan starfsanda. Það er grunnur að fyrirtækjamenningu okkar sem einkennist af tækifærum til starfsþróunar,vellíðan, fjölbreytileika og jafnrétti. Við hvetjum einstaklinga af öllum kynjum til að sækja um starfið.

Auglýsing birt10. janúar 2025
Umsóknarfrestur20. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Katrínartún 2, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Framkoma/FyrirlestarPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Skipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar