OK
Á undanförnum árum hafa Opin Kerfi, Premis og upplýsingatæknideild TRS runnið saman undir nafninu OK, en þar sameinast eldmóður, reynsla og þekking starfsfólks sem setur þarfir viðskiptavina í forgang. OK hlaut viðurkenninguna Fyrirtæki ársins 2023 sem veitt er fyrirtækjum fyrir framúrskarandi vinnuumhverfi og starfsanda.
Vinnustaðurinn er krefjandi og skemmtilegur þar sem starfsfólk er hvatt til að vera sjálfstætt í starfi og hafa áhrif á eigið starfsumhverfi. Hjá OK starfar samhentur hópur fólks og er kapp lagt á að viðhalda góðum starfsanda, en það hefur skilað sér í ánægðu starfsfólki sem hefur fengið tækifæri til að vaxa og dafna í leik og starfi.
Fjármálastjóri
OK leitar að árangursdrifnum og metnaðarfullum einstakling með farsæla reynslu af fjármálastjórn í starf fjármálastjóra í skemmtilegu og líflegu starfsumhverfi.
Fjármálastjóri ber ábyrgð á daglegri stjórn fjármála og uppgjörs félagsins og leiðir teymi sem sinnir bókhaldi, innheimtu og innkaupum félagsins. Fjármálastjóri heyrir beint undir forstjóra og situr í framkvæmdastjórn félagsins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð á daglegri stjórn fjármála, bókhalds og fjárhagskerfis, þ.m.t. gerð uppgjöra, greininga og verklags
- Ábyrgð á starfsmannahaldi fjármálasviðs félagsins
- Ábyrgð, umsjón og eftirfylgni með áætlanagerð
- Ábyrgð á bókhaldi og gerð ársreiknings
- Ábyrgð á reikningagerð og innheimtu
- Samskipti og samningagerð við fjármálastofnanir og birgja
- Eftirlit, greining og gerð rekstraryfirlita og stjórnendaupplýsinga
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun á framhaldsstigi sem nýtist í starfi, t.d. á sviði fjármála eða endurskoðunar
- Árangursrík reynsla af fjármálastjórnun, áætlanagerð og greiningum
- Farsæl reynsla af stjórnunarstörfum, framúrskarandi samskipta- og leiðtogahæfni
- Góð greiningarhæfni og gott vald á úrvinnslu og framsetningu fjármálaupplýsinga
- Reynsla af innleiðingu breytinga og/eða sjálfvirknivæðingu er æskileg
- Þekking og reynsla í upplýsingatækni er kostur
- Skipulagshæfni, metnaður og sjálfstæði í starfi
- Heiðarleiki, drifkraftur og jákvætt viðmót
- Hreint sakavottorð er skilyrði
- Gott vald á íslensku og ensku, bæði í töluðu máli og rituðu
Auglýsing birt9. janúar 2025
Umsóknarfrestur20. janúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Skútuvogur 2, 104 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Business Central ráðgjafi
Advania
Öflugur innkaupafulltrúi óskast hjá Rubix á Reyðarfirði!
Rubix Ísland ehf
Sérfræðingur í launavinnslu
Air Atlanta Icelandic
Sérfræðingur í stefnumótandi innkaupum
Fjársýslan
Sérfræðingur í verðstýringu
Travel Connect
Starfsmaður í bókhald
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Fjármálastjóri Ísfugls
Ísfugl
Sérfræðingur í rekstrargreiningum
EFLA hf
Viltu vinna hjá Deloitte á Akureyri?
Deloitte
Sérfræðingur í Vörslu- og uppgjörsþjónustu fjármálagerninga
Íslandsbanki
Bókari/uppgjörsaðili
HSE Bókhald & Uppgjör ehf.
Starf í viðskiptaþjónustu Löggiltra endurskoðenda ehf
Löggiltir endurskoðendur ehf