OK
OK
OK

Fjármálastjóri

OK leitar að árangursdrifnum og metnaðarfullum einstakling með farsæla reynslu af fjármálastjórn í starf fjármálastjóra í skemmtilegu og líflegu starfsumhverfi.

Fjármálastjóri ber ábyrgð á daglegri stjórn fjármála og uppgjörs félagsins og leiðir teymi sem sinnir bókhaldi, innheimtu og innkaupum félagsins. Fjármálastjóri heyrir beint undir forstjóra og situr í framkvæmdastjórn félagsins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á daglegri stjórn fjármála, bókhalds og fjárhagskerfis, þ.m.t. gerð uppgjöra, greininga og verklags
  • Ábyrgð á starfsmannahaldi fjármálasviðs félagsins
  • Ábyrgð, umsjón og eftirfylgni með áætlanagerð
  • Ábyrgð á bókhaldi og gerð ársreiknings
  • Ábyrgð á reikningagerð og innheimtu
  • Samskipti og samningagerð við fjármálastofnanir og birgja
  • Eftirlit, greining og gerð rekstraryfirlita og stjórnendaupplýsinga
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á framhaldsstigi sem nýtist í starfi, t.d. á sviði fjármála eða endurskoðunar
  • Árangursrík reynsla af fjármálastjórnun, áætlanagerð og greiningum
  • Farsæl reynsla af stjórnunarstörfum, framúrskarandi samskipta- og leiðtogahæfni
  • Góð greiningarhæfni og gott vald á úrvinnslu og framsetningu fjármálaupplýsinga
  • Reynsla af innleiðingu breytinga og/eða sjálfvirknivæðingu er æskileg
  • Þekking og reynsla í upplýsingatækni er kostur
  • Skipulagshæfni, metnaður og sjálfstæði í starfi
  • Heiðarleiki, drifkraftur og jákvætt viðmót
  • Hreint sakavottorð er skilyrði
  • Gott vald á íslensku og ensku, bæði í töluðu máli og rituðu
Auglýsing birt9. janúar 2025
Umsóknarfrestur20. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Skútuvogur 2, 104 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar