Arion banki
Arion banki
Arion banki

Við leitum að liðsauka í Fjallabyggð

Hefur þú brennandi áhuga á þjónustu og ráðgjöf?
Við hjá Arion banka leitum að öflugum einstaklingum til að ganga til liðs við okkur í Fjallabyggð. Við leitum að liðsauka í tvö störf þar sem þjónusta, samskipti og lausnamiðuð nálgun eru í lykilhlutverki.

Í útibúi Arion banka í Fjallabyggð leitum við að þjónusturáðgjafa sem mun sinna fjölbreyttri bankaþjónustu og aðstoða viðskiptavini með stafrænar lausnir.

Hjá lífeyrisþjónustu Arion banka leitum við að liðsauka í lífeyrisþjónustu sem mun sinna bakvinnslu ásamt því að veita ráðgjöf til sjóðsfélaga og launagreiðenda.

Hvort sem þú hefur reynslu af þessum sviðum eða brennandi áhuga á að læra nýja hluti, þá viljum við heyra frá þér!

Helstu verkefni og ábyrgð

Þjónusturáðgjafi í Fjallabyggð 

  • Veita framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf til viðskiptavina í gegnum síma, tölvupóst og í persónu. 
  • Aðstoða viðskiptavini við að nýta sér stafrænar þjónustuleiðir 
  • Framfylgja þjónustu- og sölustefnu bankans með það að markmiði að bæta upplifun viðskiptavina. 
  • Ýmis önnur tilfallandi verkefni

Starfsmaður í lífeyrisþjónustu í Fjallabyggð 

  • Samskipti við sjóðfélaga og atvinnurekendur varðandi lífeyrissjóðsmál. 
  • Lífeyrisráðgjöf 
  • Útgreiðsla lífeyris og innheimta iðgjalda 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun og/eða starfsreynsla sem nýtist í starfinu. 
  • Góð samskiptafærni, þjónustulund og jákvætt viðmót. 
  • Frumkvæði, söludrifni og sjálfstæði í vinnubrögðum. 
  • Góð tölvukunnátta og áhugi á stafrænum lausnum. 
  • Góð færni í ensku 
     
Auglýsing birt24. janúar 2025
Umsóknarfrestur5. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Túngata 3, 580 Siglufjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Samskipti í símaPathCreated with Sketch.Samskipti með tölvupóstiPathCreated with Sketch.Sölumennska
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar