Cargow Thorship
Cargow ThorShip er alhliða þjónustufyrirtæki í fraktflutningum með vikulegar siglingar á milli Íslands og meginlands Evrópu.
Starfsmenn ThorShip hafa í krafti reynslu sinnar þróað traust samstarf við öfluga þjónustuaðila í fraktflutningum á heimsvísu. Með vikulegum áætlunarsiglingum, lágmarks yfirbyggingu og þjónusta þeirra bestu við okkur er þar sem viðskiptavinir okkar finna muninn: Við erum einfaldlega snjallari!
Auk flutningsmiðlunar önnumst við umboðsþjónustu, skipamiðlun og hvers konar ráðgjöf á sviði alþjóðaflutninga. Þá tökum við að okkur alla skjalagerð og umsýslu fyrir viðskiptavini okkar, stóra sem smáa.
Sölufulltrúi
Cargow ThorShip leitar eftir öflugum starfskrafti í söludeild fyrirtækisins. Helstu verkefni söludeildar snúa meðal annars að tilboðsgerð, samskipti við viðskiptavini, öflun nýrra viðskiptatengsla og samskipti við samstarfsaðila, bæði innlenda og erlenda.
Leitað er að samviskusömum og drífandi einstaklingi sem hefur metnað fyrir að ná árangri í starfi og vinna með hópi öflugs samstarfsfólks. Viðkomandi þarf að búa bæði yfir þeim aga og frumkvæði sem þarf að til að geta unnið hvort sem er sjálfstætt eða í teymi með öðrum.
Við bjóðum uppá góð tækifæri til að vaxa í starfi hjá spennandi alþjóðlegu fyrirtæki með traustan fjárhag og góðan rekstur!
Helstu verkefni og ábyrgð
- Tilboðsgerð
- Öflun nýrra viðskiptatengsla
- Ráðgjöf við flutninga
- Samskipti við viðskiptavini
- Samskipti við innlenda sem erlenda samstarfsaðila
Menntunar- og hæfniskröfur
- Framúrskarandi samskiptahæfni
- Reynsla af flutningum er kostur
- Viðkomandi þarf að vera talnaglöggur og nákvæmur í vinnubrögðum
- Hugsa í lausnum
- Háskólapróf
- Stundvísi
- Rík þjónustulund
- Hrein sakaskrá
Fríðindi í starfi
- Samkeppnishæf laun
- Tækifæri til að vaxa í starfi
- Öflugt starfsmannafélag
Auglýsing birt24. janúar 2025
Umsóknarfrestur10. febrúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Enska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Selhella 11, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
Fljót/ur að læraFrumkvæðiJákvæðniMannleg samskiptiMetnaðurSamskipti í símaSamskipti með tölvupóstiSjálfstæð vinnubrögðÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Söluráðgjafi með keppnisskap óskast.
Porsche á Íslandi
Sölustjóri Porsche á Íslandi
Porsche á Íslandi
Sölufulltrúi
Sólargluggatjöld ehf.
Skrifstofustjóri hjá Kassaleigunni
Kassaleigan
Icewear Þingvöllum óskar eftir sumarstarfsfólki
ICEWEAR
Sölufulltrúi dagvöru
Nathan & Olsen
Sumarstörf Icewear - Höfuðborgarsvæðið
ICEWEAR
Söluráðgjafi Stuðlaberg heilbrigðistækni
Eirberg - Stuðlaberg heilbrigðistækni
Við leitum að liðsauka í Fjallabyggð
Arion banki
Tímabundin staða verslunarstjóra - Icewear Vestmannaeyjum
ICEWEAR
Sölumaður vara- og aukahlutaverslun
ÍSBAND verkstæði og varahlutir
Þjónustustjóri
ÍAV