Arion banki
Arion banki
Arion banki

Við leitum að liðsauka í hóp greiðslumiðlunar og ábyrgða

Við leitum að öflugum og nákvæmum aðila í starf í ábyrgðahóp Greiðslumiðlunar og ábyrgða. Greiðslumiðlun og ábyrgðir tilheyra Viðskiptaumsjón á sviði Reksturs og menningar. Um er að ræða krefjandi og fjölbreytt starf sem felst í umsjón og umsýslu bankaábyrgða og innheimta. Bankaábyrgðir og innheimtur draga úr viðskiptaáhættu og gegna því mikilvæga hlutverki að greiða fyrir skilvirkari viðskiptum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með innlendum og erlendum bankaábyrgðum og innheimtum.
  • Skjalagerð, skráning og yfirlestur skjala.
  • Ráðgjöf og fræðsla um bankaábyrgðir og innheimtur.
  • Samskipti við viðskiptavini, samstarfsaðila og banka, bæði innlenda og erlenda.
  • Þátttaka í gæða- og umbótaverkefnum.
  • Önnur fjölbreytt verkefni sem falla undir starfssvið ábyrgðahóps.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Nákvæmni í vinnubrögðum.
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund.
  • Hæfni og vilji til að tileinka sér nýja þekkingu.
  • Hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymi.
  • Góð tölvukunnátta.
  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta, í töluðu og rituðu máli.
  • Reynsla í banka- eða fjármálakerfi er kostur.
  • Háskólapróf sem nýtist í starfi.
Auglýsing birt16. janúar 2025
Umsóknarfrestur28. janúar 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Borgartún 19, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar