Landsbankinn
Hjá Landsbankanum starfar fjölbreyttur hópur fólks með ólíka þekkingu, reynslu og bakgrunn. Reynslan sem býr í starfsfólkinu styrkir stoðir rekstrarins á meðan fjárfesting í öflugri endurmenntun, starfsþróun og ráðning nýrra starfskrafta tryggir stöðuga framþróun.
Við erum hreyfiafl í samfélaginu og vinnum ötullega að því að rödd bankans sé sterk, traustvekjandi, að hún fylli starfsfólk stolti og efli árangursdrifna menningu.
Sérfræðingur - Fyrirtækjaráðgjöf
Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans leitar að nýjum liðsmanni í öflugan hóp sérfræðinga. Leitað er að kraftmiklum einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni á fjármálamarkaði.
Fyrirtækjaráðgjöf sinnir fjölbreyttum verkefnum sem eiga það sammerkt að tengjast umbreytingu og þróun fyrirtækja. Helstu verkefni deildarinnar eru ráðgjöf við kaup og sölu fyrirtækja, umsjón með útboðum og skráningum á hlutabréfum og skuldabréfum í Kauphöll, ráðgjöf við fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja og ráðgjöf við fjármögnun fyrirtækja og verkefna.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Verðmat og greining á fyrirtækjum
- Gerð kynningargagna
- Kynning og rökstuðningur greiningarefnis
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. viðskiptafræði, hagfræði eða verkfræði
- Starfsreynsla af fjármálamarkaði er kostur
- Framúrskarandi færni í samskiptum
- Reynsla af verðmatsgerð er kostur
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta ásamt færni til að tjá sig í ræðu og riti
- Markviss og sjálfstæð vinnubrögð
Auglýsing birt17. janúar 2025
Umsóknarfrestur28. janúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Reykjastræti 6
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (4)
Sambærileg störf (12)
Starfsmaður í nýsköpunar- og þróunardeild
Héðinn
Deildarstjóri dagvörudeildar
Artasan
Accountant
LS Retail
Partner Operations Team
LS Retail
Við leitum að liðsauka í hóp greiðslumiðlunar og ábyrgða
Arion banki
Sérfræðingur á fjármálasviði
Tryggingastofnun
Verkefnastjóri í fasteignaumsjón
Vegagerðin
Verk- eða Tæknifræðingur óskast á Framkvæmdasviði
Norconsult ehf.
Verk- eða Tæknifræðingur óskast á línudeild
Norconsult ehf.
Deildarstjóri Lyfja- og lækningatækjadeildar
Alvotech hf
Verkefnastjóri á þróunarsviði
Reitir fasteignafélag
Sérfræðingur í gagnaþróun
Seðlabanki Íslands