Reitir fasteignafélag
Reitir fasteignafélag
Reitir fasteignafélag

Verkefnastjóri á þróunarsviði

Reitir óska eftir að ráða drífandi verkefnastjóra á þróunarsvið í fjölbreytt og krefjandi starf sem reynir á skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði. Viðkomandi ber ábyrgð á stýringu þróunar- og umbreytingarverkefna innan eignasafns Reita og vinnur náið með framkvæmdasviði félagsins, arkitektum og öðrum hagaðilum. Starfið spannar allt ferlið frá hugmynd til undirbúnings framkvæmda, þar sem hugmynda- og skipulagsvinna eru í forgrunni.

Hlutverk þróunarsviðs er að leiða þessi verkefni með það að markmiði að styðja við vöxt og viðgang Reita sem leiðandi afl í uppbyggingu innviða samfélagsins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Verkfefnastýring þróunar- og umbreytingarverkefna
  • Áætlanagerð, umsýsla og umsjón með fjármálum verkefna til að tryggja hagkvæmi
  • Umsjón og eftirlit með skipulagsvinnu í samstarfi við hagaðila
  • Greiningar og mat á hagkvæmni fjárfestinga
  • Þátttaka í mótun verkefna, frá fumhönnun til undirbúnings framkvæmda
  • Greining nýrra þróunartækifæra og innviðauppbyggingar
  • Náið samstarf með framkvæmdastjóra þróunar og öðrum hagaðilum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d verkfræði, tæknifræði, arkitektúr eða önnur menntun
  • Þekking og reynsla af verkefnastjórnun
  • Þekking og reynsla af áætlanagerð og ferla- og gæðamálum er kostur
  • Góð samskipta- og samstarfshæfni til að vinna með fjölbreyttum aðilum
  • Skipulagshæfni og geta til að vinna bæði sjálfstætt og í teymisvinnu í fjölbreyttum verkefnum
  • Jákvætt viðhorf, lausnamiðuð hugsun og metnaður til að vaxa í starfi
Auglýsing birt13. janúar 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Kringlan 4-12, 103 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Innleiðing ferlaPathCreated with Sketch.Skipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar