Reitir fasteignafélag
Reitir er leiðandi fyrirtæki í fasteignaþróun, umsýslu og eignarhaldi atvinnuhúsnæðis á Íslandi. Við mótum framtíðina með sjálfbærri uppbyggingu og sterkum langtímasamböndum sem skapa ávinning fyrir leigutaka, fyrirtækið og samfélagið. Á sama tíma hlúum við að sögufrægum byggingum og stöndum vörð um íslenskan menningararf.
Hjá Reitum vinnur fjölbreyttur hópur sérfræðinga að því að þróa lífleg borgarhverfi og tryggja vandaða umsjón með eignum. Í starfi okkar leggjum við áherslu á vellíðan, jafnrétti og tækifæri til starfsþróunar – allt í takt við gildin okkar: jákvæðni, fagmennska og samvinna.
Reitir er almenningshlutafélag skráð í Kauphöll Íslands og byggir á traustri arfleifð með skýra framtíðarsýn.
Verkefnastjóri á þróunarsviði
Reitir óska eftir að ráða drífandi verkefnastjóra á þróunarsvið í fjölbreytt og krefjandi starf sem reynir á skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði. Viðkomandi ber ábyrgð á stýringu þróunar- og umbreytingarverkefna innan eignasafns Reita og vinnur náið með framkvæmdasviði félagsins, arkitektum og öðrum hagaðilum. Starfið spannar allt ferlið frá hugmynd til undirbúnings framkvæmda, þar sem hugmynda- og skipulagsvinna eru í forgrunni.
Hlutverk þróunarsviðs er að leiða þessi verkefni með það að markmiði að styðja við vöxt og viðgang Reita sem leiðandi afl í uppbyggingu innviða samfélagsins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Verkfefnastýring þróunar- og umbreytingarverkefna
- Áætlanagerð, umsýsla og umsjón með fjármálum verkefna til að tryggja hagkvæmi
- Umsjón og eftirlit með skipulagsvinnu í samstarfi við hagaðila
- Greiningar og mat á hagkvæmni fjárfestinga
- Þátttaka í mótun verkefna, frá fumhönnun til undirbúnings framkvæmda
- Greining nýrra þróunartækifæra og innviðauppbyggingar
- Náið samstarf með framkvæmdastjóra þróunar og öðrum hagaðilum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d verkfræði, tæknifræði, arkitektúr eða önnur menntun
- Þekking og reynsla af verkefnastjórnun
- Þekking og reynsla af áætlanagerð og ferla- og gæðamálum er kostur
- Góð samskipta- og samstarfshæfni til að vinna með fjölbreyttum aðilum
- Skipulagshæfni og geta til að vinna bæði sjálfstætt og í teymisvinnu í fjölbreyttum verkefnum
- Jákvætt viðhorf, lausnamiðuð hugsun og metnaður til að vaxa í starfi
Auglýsing birt13. janúar 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Kringlan 4-12, 103 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiInnleiðing ferlaSkipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Ráðgjöf- og sala stafrænna verkfæra
Ajour Island ehf.
Sérfræðingur í fjárhagslegum greiningum
Landsnet hf.
Aðstoðarmaður ráðgjafa viðhalds og mannvirkja
Verksýn
Hönnuður í rafveitu
Veitur
Þekkir þú kæli- og frystibúnað?
Frystikerfi Ráðgjöf ehf
Sérfræðingur í Viðskiptagreind
Hertz Bílaleiga
Lífbyggingar ehf. óska sumarstarfsmanni
Líf byggingar ehf.
Ráðgjafi viðhalds og mannvirkja
Verksýn
Sérfræðingur í stefnumótandi innkaupum
Fjársýslan
Sérfræðingur í vatnsmiðlum
EFLA hf
Sérfræðingur á skrifstofu byggingarfulltrúa
Umhverfis- og skipulagssvið
Verk- eða Tæknifræðingur óskast á Framkvæmdasviði
Norconsult ehf.