Frystikerfi Ráðgjöf ehf
Frystikerfi Ráðgjöf ehf. er öflugt og framsækið fyrirtæki sem sérhæfir sig í hönnun, uppsetningu og þjónustu á frystikerfum fyrir fjölbreyttar atvinnugreinar. Með starfsfólki sem hefur yfir 20 ára reynslu í greininni höfum við skapað okkur sterka stöðu á markaðnum og unnið að fjölbreyttum og krefjandi verkefnum, bæði á Íslandi og erlendis. Við leggjum áherslu á lausnir fyrir stór iðnaðarkerfi, meðal annars fyrir skip, frystihús, mjólkurvinnslu og sláturhús, auk þess sem við afhendum búnað fyrir bæði stór og smá frystiklefa.
Hjá Frystikerfum leggjum við mikið upp úr gæðum, hraða og áreiðanleika. Við höfum byggt upp traust samstarf við alþjóðlega birgja sem tryggja að við fáum nauðsynlegan búnað og varahluti afhenta hratt og örugglega – hvort sem er innanlands eða milli landa. Með sterkum samstarfsaðilum í flutningum tryggjum við að afhendingarferlið gangi snurðulaust fyrir sig.
Við hjá Frystikerfi erum stöðugt að leita leiða til að vaxa og styrkja okkar stöðu. Ef þú vilt taka þátt í spennandi verkefnum og starfa hjá traustu fyrirtæki sem leggur metnað í nýsköpun og framúrskarandi þjónustu, viljum við heyra frá þér!
Frystikerfi Ráðgjöf ehf. er hluti af Fastus ehf.
Þekkir þú kæli- og frystibúnað?
Ert þú með reynslu af kæli- og frystbúnaði?
Vegna töluvert aukinna umsvifa leitum við að kraftmiklum einstaklingum í spennandi verkefni hjá Frystikerfi Ráðgjöf ehf.
Við leitum eftir aðilum sem hafa mikinn áhuga á rekstri, uppsetningu, viðgerðum og umsjón kæli- og frystikerfa. Viðkomandi mun koma til með að starfa í fjölbreyttu og lifandi umhverfi með öflugu teymi.
Um er að ræða 100% starf.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Heimsóknir og þjónusta hjá viðskiptavinum um land allt
- Samskipti við viðskiptavini og erlenda birgja
- Almenn viðhaldsvinna og þjónusta á kælikerfum og öðrum búnaði
- Uppsetning kælikerfa- og búnaðar
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Áhugi á kæli- og frystikerfum
- Leitað er að jákvæðum einstaklingum sem er sjálfstæðir, skipulagðir og eiga auðvelt með mannleg samskipti
- Sjálfstæði og lausnarmiðuð hugsun
- Bílpróf
-
Vilji og geta til þess að sækja námskeið hjá erlendum framleiðendum
Auglýsing birt13. janúar 2025
Umsóknarfrestur27. janúar 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Viðarhöfði 6, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Sprengi-/borstjóri
Ístak hf
Lífbyggingar ehf. óska sumarstarfsmanni
Líf byggingar ehf.
Verkefnastjóri á þróunarsviði
Reitir fasteignafélag
Iðnemar í vél- og málmtæknigreinum
VHE
Starfsmaður við ásetningu lakkvarnarefna
KS Protect sf
Sumarstörf hjá ISAL
Rio Tinto á Íslandi
Sérfræðingur á skrifstofu byggingarfulltrúa
Umhverfis- og skipulagssvið
Verk- eða Tæknifræðingur óskast á Framkvæmdasviði
Norconsult ehf.
Verk- eða Tæknifræðingur óskast á línudeild
Norconsult ehf.
Rafvirki/kælimaður óskast til starfa
Rafstjórn ehf
Verkefnastjóri
Axis
Sérfræðingur í stjórnkerfum
Lota