Líf byggingar ehf.
Líf byggingar ehf.

Lífbyggingar ehf. óska sumarstarfsmanni

Ertu metnaðarfullur, lausnamiðaður og áhugasamur starfsmaður sem vill öðlast reynslu á sviði tækni og verkfræði? Lífbyggingar ehf. leita að nema í sumarstarf sem hefur áhuga á að taka þátt í fjölbreyttum og krefjandi verkefnum á sviði lagnahönnunar og sjálfbærni.

Við leggjum áherslu á að skapa nemum tækifæri til að þróa sig í starfi með aðstoð reynslumikilla starfsmanna ásamt því að stuðla að því að hver einstaklingur fái að axla ábyrgð og taka þátt í verkefnum sem skipta máli.

Um okkur
Lífbyggingar ehf. er lítið en kraftmikið fyrirtæki sem sérhæfir sig í lagnahönnun og tengdum lausnum. Við leggjum mikið upp úr góðum starfsanda, teymisvinnu og fagmennsku. Markmið okkar er að stuðla að sjálfbærni og nýsköpun í öllum okkar verkum og ekki síst að það sé gaman í vinnunni.

Við leitum að þér sem

  • Ert í námi í tækni- eða verkfræði.

  • Hefur áhuga á sjálfbærum lausnum og hagnýtri sköpun.

  • Ert jákvæð/ur, skipulögð/agður og vinnusöm/samur.

  • Hefur grunnþekkingu á Revit eða svipuðum hugbúnaði (kostur en ekki skilyrði).

Við bjóðum

  • Sveigjanlegan vinnutíma.

  • Góða starfsreynslu í verkefnum með áherslu á samvinnu.

  • Tækifæri til að þróa faglega færni og öðlast innsýn í lagnahönnun.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í verkefnum sem geta skipt máli fyrir framtíðina og vilt starfa í náinni samvinnu við reynt fólk í faginu, þá er þetta tækifærið fyrir þig!

Umsóknarfrestur: 21 febrúar 2025.
Umsóknir: Sendið umsóknir ásamt ferilskrá á lifbyggingar@lifbyggingar.is.

Við hlökkum til að heyra frá þér!

Auglýsing birt13. janúar 2025
Umsóknarfrestur21. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hallgerðargata 13, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar