Iðnemar í vél- og málmtæknigreinum
VHE óskar eftir öflugum iðnnemum til starfa í vél- og málmtæknideildum fyrirtækisins á námssamning og í sumarstörf.
Um ræðir fullt starf á skemmtilegum vinnustað við fjölskylduvænar aðstæður þar sem stígandi hefur verið mikill með bjartan vöxt og verkefnastöðu framundan, sem er nú þegar tryggð til lengri tíma og býður því upp á fjölbreytt, krefjandi starf þar sem hægt er að afla sér víðtækrar reynslu
Íslenska – eða góð enskukunnátta er skilyrði.
Við hvetjum konur og karla til að sækja um öll störf hjá fyrirtækinu. Umsóknir eru meðhöndlaðar með trúnaði.
Nánari upplýsingar um störfin má óska eftir hjá sviðstjóra, hjaltikr@vhe.is eða í síma 575-9700.
Krafa er að umsækjendur séu í námi í vélvirkjun, vélstjórn, stálsmíði, rennismíði eða sambærilegum fögum.
- Heilsubótastyrkir
- Mötuneyti
- Fræðslustefna
- Endurmenntunarstyrkur