Verkstjóri í stálsmiðju – Slippurinn Akureyri
Slippurinn Akureyri óskar eftir metnaðarfullum og reyndum verkstjóra í stálsmiðju félagsins á Akureyri. Verkstjóri er lykilhlutverki í að skipuleggja og stýra verkum í stálsmiðju og gegnir veigamiklu hlutverki við að tryggja að verkefni séu unnin af fagmennsku og í samræmi við gæðakröfur og þarfir viðskiptavina okkar.
Sem verkstjóri berð þú ábyrgð á að stýra verkefnum á hagkvæman hátt, halda utan um starfsmannamál og gæta þess að hámarks öryggis sé ávallt gætt á vinnusvæðinu.
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í öflugu teymi á framsæknum vinnustað, viljum við heyra frá þér!
Allar umsóknir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.
- Stjórnun og skipulagning verka í stálsmiðju
- Umsjón með starfsmannamálum og tímaskráningu deildarinnar
- Viðhald og eftirlit með húsnæði, tækjum og áhöldum deildarinnar
- Gerð mannaflaáætlana og þátttaka í áætlanagerð
- Eftirlit með öryggis- og gæðamálum á vinnusvæði
- Sveins- eða meistarabréf í stálsmíði eða önnur sambærileg menntun
- Reynsla á sviði stálsmíði eða málmiðnaðar
- Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti
- Hæfni í mannlegum samskiptum, þjónustulund og fagmennska í störfum
- Skipulagshæfileikar, sjálfstæði og snyrtileg vinnubrögð
· Góðan aðbúnað hjá metnaðarfullu fyrirtæki í stöðugri sókn
· Samkeppnishæf laun
· Kraftmikinn og góðan hóp samstarfsfólks
Starfsþjálfun og símenntun