Fagkaup ehf
Fagkaup veitir byggingar-, iðnaðar- og veitumarkaði virðisaukandi þjónustu.
Innan Fagkaupa eru verslunar- og þjónustufyrirtækin Johan Rönning, Sindri, Vatn og veitur, S. Guðjónsson, Varma og Vélarverk, K.H. vinnuföt, Áltak, Fossberg, Hagblikk og Þétt byggingalausnir. Rúmlega 300 starfsmenn vinna hjá Fagkaupum í fjölbreyttum störfum ólíkra starfsstöðva og fyrirtækja.
Fagkaup starfrækir vottað jafnlaunakerfi og hefur skuldbundið sig til að greiða jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Auk þess hefur Fagkaup hlotið vottun skv. ISO 9001 gæðastaðlinum.
Eitt af lykilmarkmiðunum er að fara fram úr væntingum viðskiptavina. Til að ná þeim markmiðum er hæft starfsfólk mikilvægur partur í daglegum störfum Fagkaupa. Mannauðsstefna Fagkaupa þar sem tækifæri eru til starfsþróunnar og vaxtar í starfi með m.a. öflugu fræðslustarfi og fjölbreyttum störfum innan fyrirtækisins. Unnið er að jákvæðu, hvetjandi og öruggu starfsumhverfi þar sem vellíðan starfsfólks er höfð að leiðarsljósi.
Fagkaup hvetur áhugasama einstaklinga að sækja um störf óháð kyni, aldri og uppruna.
Söluráðgjafi hjá Þétt byggingalausnum
Fagkaup og Þétt leitar að metnaðarfullum og öflugum söluráðgjafa til framtíðarstarfa.
Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf á sviði byggingalausna sem býður upp á möguleika til starfsþróunar og vaxtar í starfi. Við leggjum mikið upp úr góðu vinnuumhverfi þar sem frábær hópur starfsfólks hefur það að markmiði að veita framúrskarandi þjónustu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sækja á markaðinn með virku sölu- og kynningarstarfi
- Viðhalda traustu sambandi við viðskiptavini
- Leita lausna fyrir viðskiptavini
- Viðhalda góðri vöruþekkingu
- Markviss eftirfylgni sölutilboða
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi s.s. iðnmenntun á byggingasviði
- Tölvufærni
- Gild ökuréttindi
- Góð íslensku kunnátta
- Góð samskiptahæfni og þjónustulund
- Metnaður til að ná árangri
- Skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
- Sveigjanleiki, stundvísi og áreiðanleiki
Fríðindi í starfi
- Styrkur til heilsueflingar
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Samgöngustyrkur
Auglýsing birt8. janúar 2025
Umsóknarfrestur27. janúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Enska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Smiðjuvegur 4B, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiHeiðarleikiHreint sakavottorðHúsasmíðiMetnaðurMicrosoft Dynamics 365 Business CentralÖkuréttindiSjálfstæð vinnubrögðSölumennskaÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Járnsmiður, smiðja Akureyri
Ferro Zink hf
Smiður / Carpenter
Bygging og Viðhald ehf
Verkstjórar byggingaframkvæmda
GG Verk ehf
Verkstjóri í stálsmiðju – Slippurinn Akureyri
Slippurinn Akureyri ehf
Experienced construction worker - Byggingaverkamaður óskast
Einingaverksmiðjan
Suðumaður / verkamaður
Stólpi smiðja
Smiðir/verkamenn óskast
MA Verktakar ehf.
Umsjónarmaður fasteigna
Eignaumsjón hf
Smiður / Carpenter
Bygging og Viðhald ehf
Stálsmiðir, vélvirkjar - Vélsmiðja
VHE
Starfsmenn í nýja verksmiðju Kamba í Þorlákshöfn
Kambar Byggingavörur ehf
Húsasmiður eða nemi
Terra Einingar