Slippurinn Akureyri ehf
Slippurinn Akureyri ehf. veitir alhliða þjónustu við sjávarútveginn og teljast helstu útgerðir á Íslandi til viðskiptavina fyrirtækisins, einnig hefur Slippnum orðið ágengt á erlendum markaði upp á síðakastið. Aðrir viðskiptavinir eru stóriðjur, virkjanir og ýmsar verksmiðjur.
Slippurinn Akureyri ehf. er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði hér á landi. Það rekur upptökumannvirki og viðgerðarstöð fyrir skip og annast hvers konar málmsmíði, vélsmíði, vélaviðgerðir, rennismíði og skipasmíðar. Fyrirtækið rekur ennfremur trésmíðaverkstæði, sand/vatnsblástur, málun og verslun með eigin framleiðslu og aðrar vörur til skipa. Skipaþjónusta Slippsins Akureyri annast þjónustu við sjávarútvegsfyrirtæki og býður heildarlausnir í hönnun, endurnýjun og viðhaldi á skipum og búnaði þeirra. Þá færast svonefnd landverkefni stöðugt í aukana hjá fyrirtækinu.
Starfsmenn Slippsins Akureyri eru um 160 talsins. Í þeim hópi eru m.a. rennismiðir, stálsmiðir, trésmiðir, tækjamenn, verkamenn og vélvirkjar. Helstu þættir í skipaþjónustu Slippsins Akureyri eru slipptökur, þvottur og málun, vélaupptökur, skrúfuviðgerðir, stálviðgerðir og ryðfrí smíði auk innréttingasmíði og hvers konar viðhalds á tréskipum.
Ef sérfræðingarnir finnast ekki innan okkar vébanda köllum við til einhver af okkur frábæru samstarfsfyrirtækjum, því við leggjum mikið upp úr slagorðinu gamla og góða, sem einhver smíðaði um árið: ”Allt á einum stað!” Viðskiptavinurinn á ekki að þurfa að leita lengra en til okkar því við bjóðum heildarlausn á þeim verkefnum sem við blasa hverju sinni.
Vélvirkjar/Vélstjórar
Vegna aukinna umsvifa leitum við að kraftmiklum vélvirkjum eða vélstjórum, um er að ræða fullt starf á skemmtilegum og metnaðarfullum vinnustað sem veitir fjölbreytt og krefjandi verkefni. Hér gefst tækifæri til að öðlast víðtæka reynslu í spennandi og öflugu starfsumhverfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vélaviðgerðir á skipum
- Viðhald og uppsetning á þrýsti- og vökvalögnum
- Uppsetning búnaðar
- Önnur almenn vélaviðgerðavinna
Menntunar- og hæfniskröfur
- Sveins- eða meistarabréf í vélvirkjun, vélstjórn eða sambærilegri iðngrein
- Fagleg vinnubrögð og metnaður í starfi
- Stundvísi, áreiðanleiki og öguð vinnubrögð
- Frumkvæði, sjálfstæði og lausnamiðuð hugsun
- Sterk öryggisvitund og góð samskiptahæfni
Fríðindi í starfi
- Heilsustyrkur
- Starfsþjálfun, símenntun og tækifæri til starfsþróunar
- Samkeppnishæf laun
- Kraftmikið og gott starfsfólk í samheldnu teymi
- Góðan aðbúnað hjá metnaðarfullu fyrirtæki í stöðugri sókn
- Niðurgreitt mötuneyti
Auglýsing birt9. janúar 2025
Umsóknarfrestur31. janúar 2025
Tungumálahæfni
Enska
MeðalhæfniNauðsyn
Íslenska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Naustatangi 2, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiHeiðarleikiMannleg samskiptiMetnaðurSjálfstæð vinnubrögðStundvísiVandvirkniVélvirkjun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)
Pípulagningamaður óskast
G.Ó. pípulagnir ehf
Viðhald loftræstikerfa
Hitastýring hf.
Vélstjóri óskast til starfa á ísfisktogara hjá Brim hf
Brim hf.
Hraunbræðslusérfræðingur - Lava Melter
Lava Show
Verkstjóri vélaverkstæðis - Þjónustumiðstöð
Hafnarfjarðarbær
Vélvirki, vélstjóri eða menn vanir vélaviðgerðum
Stálorka
Iðnaðarmaður á verkstæði
Rio Tinto á Íslandi
Bifvélavirki óskast
Colas Ísland ehf.
Ertu sérfræðingur í vélum og vinnulyftum?
BYKO Leiga og fagverslun
Pípari á Akranesi
EBÓ - Pípu-, Véltækniþjónusta & Ráðgjöf
Skoðunarmaður ökutækja á Höfuðborgarsvæðinu
Frumherji hf
Skoðunarmaður ökutækja í Reykjanesbæ
Frumherji hf