BYKO Leiga og fagverslun
BYKO Leiga og fagverslun
BYKO Leiga og fagverslun

Ertu sérfræðingur í vélum og vinnulyftum?

BYKO Leiga leitar að metnaðarfullum og lausnamiðuðum einstaklingi með sérhæfingu í viðgerðum á vinnulyftum og öðrum tækjum. Þetta er fjölbreytt og spennandi framtíðarstarf fyrir réttan aðila í nýrri og nútímalegri starfsstöð okkar á Selhellu 1 í Hafnarfirði.

Við hjá BYKO Leigu sinnum breiðu úrvali tækja og búnaðar frá ýmsum framleiðendum, þar á meðal vinnulyftum frá Sinoboom og Bravi, auk þess að annast ábyrgðarþjónustu fyrir rafmagnsverkfæri frá t.d. Bosch. Ef þú hefur reynslu og ástríðu fyrir viðgerðum á vinnulyftum og öðrum vélum, þá er þetta starfið fyrir þig!

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Viðgerðir og viðhald á vinnulyftum, þar á meðal frá Sinoboom og Bravi.
  • Viðgerðir og þjónusta á öðrum tækjum og búnaði leigunnar.
  • Viðgerðir á tækjum viðskiptavina, t.d. frá Bosch og Honda.
  • Samskipti við þjónustuaðila og birgja.
  • Þátttaka í mótun og þróun ferla er varða viðgerðarþjónustu.
  • Önnur tilfallandi verkefni tengd rekstri viðhaldsþjónustu.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla í viðgerðum á vinnulyftum og öðrum vélum er skilyrði.
  • Reynsla í rafmagns- og/eða vélaviðgerðum.
  • Sjálfstæð, skipulögð og vönduð vinnubrögð.
  • Metnaður og vilji til að ná árangri í krefjandi verkefnum.
  • Framúrskarandi samskiptafærni og þjónustulund.
  • Góð almenn tölvuþekking og kunnátta í upplýsingatækni.
  • Góð kunnátta í ensku er nauðsynleg.
Auglýsing birt8. janúar 2025
Umsóknarfrestur22. janúar 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Selhella 1, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar