GG Verk ehf
GG Verk ehf
GG Verk ehf

Verkstjórar byggingaframkvæmda

Vegna traustrar verkefnastöðu óskum við eftir að ráða metnaðarfullan og drífandi verkstjóra.

Reynsla af innanhússfrágangi mikill kostur.

Leitað er að áreiðanlegum, metnaðarfullum og drífandi einstaklingum sem setja fólk í fyrsta sæti og sýna auk þess fyrirhyggju og ábyrgð í verki.

Hjá okkur starfa verkstjórar við að stýra framleiðslu stærri mannvirkja og bera bæði lagalegar skyldur og mikla ábyrgð í starfi. Um er að ræða mjög yfirgripsmikil og fjölbreytt verkefni.

Hjá okkur starfa um 120 manns en við leggjum mikið upp úr því að laða til okkar fólk sem vill vaxa í starfi, vinnur sjálfstætt, hefur góða tækni- og fagþekkingu, er árangursdrifið en umfram allt setur fólk í fyrsta sæti.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Hægri hönd verkefnastjóra við rekstur verkefnis
  • Undirbúningur, skipulag og stýring byggingaframkvæmda 
  • Rýni teikninga og skipulag vinnusvæðis
  • Innri gæða- og öryggisúttektir
  • Dagskýrslugerð og frábrigðaskráning
  • Umsjón með aðstöðu og vélabúnaði
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af húsasmíði og verkstýringu stærri mannvirkja
  • Meistarapróf eða sveinspróf í húsasmíði
  • Leiðtogahæfni í mannauðs, gæða og öryggismálum
  • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu
  • Rík öryggisvitund
  • Tækni- og tölvufærni
  • Góð enskukunnátta
  • Hreint sakarvottorð er skilyrði
Fríðindi í starfi
  • Ýmis afsláttarkjör starfsfólks félagsins
  • Árlegur heilsueflingarstyrkur
  • Vinnubifreið til afnota og bensínstyrkur
  • Greiddur símareikningur
Auglýsing birt6. janúar 2025
Umsóknarfrestur31. janúar 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Turnahvarf 4, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.HúsasmíðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.SmíðarPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar